Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Kynningarfundur fyrir borgaralegar fermingar – upptaka

Kynningarfundurinn 10. nóvember!

Þann 10. nóvember var haldinn kynningarfundur fyrir borgaralegar fermingar í Háskólabíó. Fundurinn var þétt setinn og má ætla að um 900 foreldrar og fermingarbörn hafi mætt á fundinn.  Nú eru tæplega 560 börn skráð á námskeið og athöfn fyrir árið 2020 sem er met fjöldi í borgaralegum fermingum og um 14% af unglingum sem velja þennan  veraldlega valkost. Skráningunni lýkur á morgun 15. nóvember en þó verður hægt að skrá sig eftir það gegn vægu seinskráningargjaldi (vegna umsýslu). 

Á fundinum var farið yfir helstu atriði er varða borgaralega fermingu, efni námskeiðsins, skipulag námskeiða, athafnirnar, æfingar fyrir athafnir, greiðslufyrirkomulag ásamt fleiru. 

Fundurinn var tekinn upp og hefur verið birtur á YouTube rás Siðmenntar en glærurnar sem og hlekk á upptökuna má finna inná upplýsingasíðunni hér. r

Til baka í yfirlit