Þemanámskeið: Íþróttir
Á námskeiðinu verða íþróttagreinar tvinnaðar saman við inntak fermingarfræðslunnar á skemmtilegan hátt.
Námskeiðið er kennt yfir tvær helgar á vorönn 2025, alls fjögur skipti, í fjórar klukkustundir í senn.
Á þemanámskeiðum er lagt upp með óhefðbundna nálgun þar sem fermingarbörnin eru virkjuð í gegnum áhugasvið sín til að takast á við viðfangsefni námskeiðsins. Þannig verða kennsluhættirnir frábrugðnir kennsluháttum grunnnámskeiðanna og skapandi aðferðafræði notuð til að miðla viðfangsefnunum til fermingarbarnanna.
Á námskeiðinu verður námskrá húmanískrar fermingarfræðslu tengt við íþróttaiðkun, t.d. með því að varpa fram spurningum tengdar íþróttum. Notast er við umræður og leiki, börnin hvött til samvinnu, gagnýnar hugsunar og fengin til umhugsunar um stóru spurningar lífsins á sama tíma og þau eru kynnt fyrir mismunandi íþróttum í hverjum tíma.
Námskeiðið er tilvalið fyrir þau sem hentar illa að mæta í hefðbundna kennslu og hafa brennandi áhuga á íþróttum og húmanisma.
Staðsetning
Staðsetning kemur fljótlega
Námskeiðstilhögun
Fjögur skipti yfir tvær helgar, fjórar klukkustundir í senn.
Kennsludagar eru:
15-16. febrúar og 8-9. mars.
Klukkan 10:00 - 14:00.
Verð
53.000 kr.
Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér.
Skráning