Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Metþátttaka í Borgaralegri fermingu árið 2010

Formlegri skráningu er lokið í Borgaralega fermingu, en umsóknarfrestur rann út 1. desember 2009.

Um metþáttöku er að ræða en alls eru skráð 164 ungmenni og er það 36.6% aukning frá í fyrra.  Svipað stökk í þátttöku var síðast árið 2006 þegar fjöldinn jókst um 37.6%.

Leyfðar verða seinskráningar fram til 20. desember 2009 í síðasta lagi og greiðist þá 1000 kr seinskráningargjald til viðbótar þannig að námskeiðskostnaður er nú  kr. 25.000 fyrir þá sem skrá sig til og með 20. desember.

Hið 12 vikna fermingarnámskeið hefst 4. janúar og á skráningargjald að vera greitt fyrir 6. janúar.

Hátíðleg athöfn Borgaralegrar fermingar árið 2010 verður haldin sunnudaginn 18. apríl í Háskólabíói.  Fermingarathöfn verður einnig á Akureyri laugardaginn 24. apríl og er vonast til að hægt verði að halda þar athöfn á hverju ári upp frá þessu.

Umsjónarmenn og kennarar Borgaralegrar fermingar hlakka til að hitta alla í janúar.

Til baka í yfirlit