Fermingarathöfn - falleg stund á tímamótum
Að loknu námskeiði eru ungmennin fermd við hátíðlega athöfn þar sem þau fá viðurkenningarskjal sem staðfestir ástundun þeirra í náminu. Hluti fermingarbarnanna tekur virkan þátt í athöfninni, t.d. með ljóðalestri, dansi, tónlistarflutningi og ávörpum. Siðmennt leggur metnað í að gera athafnir sínar hátíðlegar og virðulegar, en jafnframt skemmtilegar og eftirminnilegar.
FERMINGARATHAFNIR 2025
Staðfestar dagsetningar árið 2025:
REYKJAVÍK // Harpa
- 29. mars // 10:00 | 12:00 | 14:00
- 30. mars // 10:00 | 12:00 | 14:00
- 12. apríl // 10:00 | 12:00 | 14:00
- 13. apríl // 10:00 | 12:00 | 14:00
HAFNARFJÖRÐUR // Bæjarbíó
- 24. apríl // 10:00 | 12:00
Á ÖÐRUM STÖÐUM UM LANDIÐ
- Akranes // 5. apríl
- Vestmannaeyjar // 26. apríl
- Austurland // 27. apríl
- Reykjanesbær // 27. apríl
- Ísafjörður // 3. maí
- Akureyri // 3. maí
- Selfoss // 4. maí
- Húsavík // 4. maí
Athafnir á öðrum stöðum fara eftir aðsókn hverju sinni og miðað er við lágmark 3 fermingarbörn til að haldin sé hópathöfn í heimabyggð, ef ekki er önnur hópathöfn í 100 km radíus. Síðustu ár höfum við haldið athafnir á Höfn, Hvammstanga og Borgarnesi. Endilega sendið á ferming@sidmennt.is ef áhugi er fyrir fermingu í heimabyggð.
Einkaathafnir
Einkaathafnir fara fram á þeim tíma sem hentar fermingarbarninu og fjölskyldu þess.
Fermingarathafnirnar eru útskriftarathafnir af fermingarnámskeiði Siðmenntar. Þannig er námskeiðið forsenda þess að fermast borgaralega. Ungmenni á fermingaraldri er velkomið á skrá sig á námskeiðið þótt það séu óvisst um að það ætli að ferma sig borgaralega með athöfn, en ekki er hægt að skrá fermingarbarn einungis í athöfn.
Hópathafnir - hátíðleg stund í góðum félagsskap
Hópathafnir eru hátíðlegar athafnir þar sem fermingarbörnin taka virkan þátt. Uppbygging athafnanna er mismunandi eftir stærð og stað, en oft eru atriði frá fermingarbörnunum sjálfum, áhugaverð ræða frá utanaðkomandi fyrirmynd sem fær að tala til fermingarbarnanna frá eigin hjarta og afhending fermingarskírteina, þar sem fermingarbörn ársins útskrifast úr fermingarfræðslunni og komast í fullorðinna tölu.
Einkafermingar á eigin forsendum
Einnig bjóðum við upp á einkafermingar í heimahúsi, öðrum rýmum eða úti í náttúrunni. Einkaathöfn er persónulegri en hópfermingin og byggir á samtali athafnastjórans, fermingarbarnsins og þess fullorðna fólks sem tilheyra fermingarbarninu. Athöfnin er sérsniðin að óskum fermingarbarnsins, og í hana er hægt að flétta öðrum ávörpum, tónlist eða öðru því sem fermingarbarninu þykir viðeigandi.
Til að bóka heimafermingu vinsamlegast sendið tölvupóst á ferming@sidmennt.is