Fara á efnissvæði

Fermingarathöfn - falleg stund á tímamótum

Að loknu námskeiði eru ungmennin fermd við hátíð­lega athöfn þar sem þau fá viðurkenningarskjal sem staðfestir ástundun þeirra í náminu. Hluti fermingarbarnanna tekur virkan þátt í athöfninni, t.d. með ljóðalestri, dansi, tónlistarflutningi og ávörpum. Siðmennt leggur metnað í að gera athafnir sínar hátíðlegar og virðulegar, en jafnframt skemmtilegar og eftirminnilegar.

Fermingarathafnir 2023

Staðfestar dagsetningar árið 2023

Silfurberg Harpa:

 • 1. apríl kl 10, 12, 14 - laust kl 10:00
 • 2. apríl kl 10, 12, 14 - laust kl 10:00 & 14:00
 • 15. apríl kl 10, 12, 14 - laust kl 10:00

Bæjarbíó Hafnarfirði:

 • 20. apríl kl 11, 13 - fullt í þessar athafnir*

Landsbyggðin*:

 • Selfoss, 15. apríl kl 13
 • Reykjanesbær, 15. apríl kl 13
 • Vestmannaeyjar, 20. apríl kl 13
 • Akranes, 22. apríl kl 13
 • Egilsstaðir, 27. maí kl 13
 • Húsavík 3. júní kl 13
 • Akureyri, 3. júní kl 13
 • Ísafjörður, 3. júní kl 13

Einkaathafnir:

Einnig er hægt að skrá fermingarbarnið í einkaathöfn og fá athafnastjóra í veisluna eða heimahús á dagsetningu að eigin vali. 

 

*Ef nægur fjöldi næst verður bætt við athöfn

*Athafnir á öðrum stöðum fara eftir aðsókn hverju sinni og miðað er við lágmark 3 fermingarbörn til að haldin sé hópathöfn í heimabyggð. Síðustu ár höfum við haldið athafnir á Ísafirði, Höfn, Hvammstanga og Borgarnesi. Endilega sendið á ferming@sidmennt.is ef áhugi er fyrir fermingu í heimabyggð.

Fermingarathafnirnar eru útskriftarathafnir af fermingarnámskeiði Siðmenntar. Þannig er námskeiðið forsenda þess að fermast borgaralega. Ungmenni á fermingaraldri er velkomið á skrá sig á námskeiðið þótt það séu óvisst um að það ætli að ferma sig borgaralega með athöfn, en ekki er hægt að skrá fermingarbarn einungis í athöfn. 

 

Hópathafnir - hátíðleg stund með jafnöldrum

Í hverri athöfn er athafnarstjóri á vegum Siðmenntar sem byrjar athöfnina á ávarpi og stýrir síðan framvindu athafnar. Fermingarbörn geta sóst eftir því að vera með atriði á athöfninni með því að senda póst á ferming@sidmennt.is. Fenginn er þekktur einstaklingur úr samfélaginu til að ávarpa börnin með stuttri ræðu. Að því loknu eru fermingarskírteni afhend til fermingarbarnanna. 

 

Heimafermingar - persónuleg athöfn á tímamótum

Einnig bjóðum við upp á heimafermingar. Athafnastjóri kemur þá heim til fólks eða í veisluna þar sem hún er. Athöfnin byrjar á ávarpi til gesta og fermingarbarns þar sem farið er yfir námskeiðið og fermingarbarni gefin góð ráð. Afhending skírteinis er í lok athafnar. Heimafermingarathöfn er sérsniðin að óskum fermingarbarnsins og ef það eru atriði, t.d. ávörp, tónlist eða eitthvað þess háttar þá fer það inn í dagskrána. Heimafermingar eru opnar öllum, og eru tilvalinn valmöguleiki fyrir fermingarbörn sem búa erlendis eða fjarri öðrum hópathöfnum Siðmenntar, sem og ungmennum sem vilja persónulega athöfn í faðmi fjölskyldunnar.