Nú styttist í að við munum opna fyrir skráningar á námskeiðin!
Fimmta námskeiðið sem okkur langar að kynna fyrir ykkur er: ÚTIVISTARNÁMSKEIÐ
Útivistarnámskeiðið er námskeið sem er kennt á fótum.
Hópurinn hittist tvisvar sinnum, yfir heilan dag. Einn dagurinn fer í skemmtilega göngu og seinni dagurinn endar á jöklaferð.
Þrír dagar eru teknir frá svo hægt sé að hliðra til dagskránni vegna veðurs.
Farið er yfir námsefnið á meðan göngu stendur, í rútunum og í nestispásu. Umræður eru svo tvinnaðar saman við það sem börnin upplifa og auðvelt er að tengja við náttúruna og umhverfið.
Ævintýralegt námskeið og frábær valmöguleiki fyrir hressa krakka.