Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Lækkun á gjaldskrá vegna útfara

Gjaldskrá athafnaþjónustu Siðmenntar vegna útfara lækkaði frá og með 1. maí um 5.000 krónur, og verður heildargjaldið því 35.000 kr. Hið opinbera greiðir þeim lífsskoðunar- og trúfélögum sem sjá um útfarir fasta upphæð fyrir hverja útför til að mæta kostnaði þeirra, og hefur sú greiðsla hækkað frá því að gjaldskrá Siðmennt var samþykkt síðasta haust. Stjórn Siðmenntar samþykkti samhljóða að láta félaga og aðra þá sem nýta sér þjónustuna njóta góðs af breytingum á greiðslum frá hinu opinbera.

Gjaldið sem innheimt er vegna útfara er því eins og áður segir 35.000, og tók breytingin gildi síðastliðin mánaðarmót. Félagar í Siðmennt fá líkt og áður 100% afslátt af gjaldinu, og gildir sá afsláttur einnig þegar kemur að útförum maka félaga eða ósjálfráða barna þeirra.

Afsláttur til félaga vegna útfarar systkinis eða sjálfráða barns er 10.000 kr.

Til baka í yfirlit