Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Þingsetning Alþingis – hugvekja Siðmenntar

Þingsetning 2016

Siðmennt bauð í dag þingmönnum til þingsetningar eins og gert hefur verið frá árinu 2009. Þingmenn hlustuð á söng Harðar Torfasonar og síðan á hugvekju sem Sævar Finnbogason flutti á meðan þeir snæddu súpu með heimabökuðu brauði.

Ástæða þingsetningar Siðmenntar er að vekja athygli á að það er ekki rétt að hefja störf þings í veraldlegu samfélagi á messu. Ekkert í lögum eða reglugerðum segir til um slíkt en um er að ræða hefð frá árinu 1845. Eins og öllum er ljóst er auðvelt að breyta hefðum og nauðsynlegt ef þær eru á skjön við þróun samfélagsins.

Það var Sævar Finnbogason, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands, sem flutti þingmönnum hugvekju sem hann kallaði „Er lýðræðið í krísu?“ Niðurstaða Sævars er að vissulega er lýðræðið í krísu en því væri viðbjargandi. Í hugvekju sinn segir Sævar:

„Ég veit að ég hef hér á köflum dregið upp dökka mynd af stöðunni. En ég held að staðan sé hreint ekki eins dökk á Íslandi. Það er hinsvegar staðreynd að það er hópur fólks á Íslandi rétt eins og í öðrum Vestrænum lýðræðisríkjum sem finnst hann afskiptur. En við erum hinsvegar í þeirri öfundsverðu stöðu á Íslandi að við getum breytt þessu. Hér hefur líka ýmislegt áunnist á undanförnum árum. Og þrátt fyrir allt sem hefur gengið hér á, á undanförnum árum—og kannski einmitt þess vegna— vitum við að lýðræðið hér á vel að þola það að við þróum það áfram í átt að aukinn þátttöku almennings og prófum okkur áfram með nýjar leiðir.“

Hugvekja Sævars má finna hér á heimasíðu Siðmenntar.

Það voru 11 þingmenn úr öllum flokkum nema Framsóknarflokknum sem mættu til þingsetningarinnar.

 

Til baka í yfirlit