Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Reykjavíkuryfirlýsing Húmanista um loftslagsvána

Aðalfundur Alþjóðasamtaka Húmanista (Humanists International) sem haldinn var í Reykjavík þann 2. júní, samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu vegna hamfarahlýnunar af mannavöldum. Grundvöllur yfirlýsingarinnar er sú vísindalega þekking sem er til staðar varðandi loftslagsvána sem hefur þegar haft og mun halda áfram að hafa áhrif á líf á jörðinni á næstu árum og áratugum. Yfirlýsingin er svohljóðandi (ensk útgáfa hér á vefsíðu Humanists International):

———-

Maðurinn eru hluti af náttúrunni en hefur haft óhófleg áhrif á umhverfi og líffræðilegan fjölbreytileika jarðar. Tegundin hefur í gegnum tíðina notfært náttúruna sér í hag og áhrifin eru þau að þessi nýting er ekki lengur sjálfbær. Stefna stjórnvalda ætti að byggja á upplýstum vísindalegum niðurstöðum og þau þurfa að virða skjalfestar niðurstöður alþjóðavísindasamfélagsins, þar á meðal um ofnotkun náttúruauðlinda og áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda sem valda hörmulegum loftslagsbreytingum og ógna fjölbreytileika lífs á jörðu og sjálfbærni mannkyns. Ekki leikur vafi á því að þessar öfgakenndu aðstæður stofna mannkyninu í hættu. Heimurinn verður að bregðast fljótt við á alheimsvísu og reyna að draga úr, jafnvel koma í veg fyrir loftslagsbreytingar af manna völdum og aðlagast þeim.

Við viðurkennum:

– Hina yfirgnæfandi vísindalegu samstöðu um þátt mannanna í loftslagsbreytingum og leitni til hnattrænnar hlýnunar;
– Að loftslagsbreytingar munu hafa neikvæð áhrif á samfélag manna, dýraríki og náttúruleg vistkerfi;
– Ógnina við vistkerfi vegna landnotkunar og vinnslu auðlinda, til dæmis skógareyðingu í viðskiptalegum tilgangi og ósjálfbæran landbúnað;
– Að fjárfestingar í nýrri endurnýjanlegri orkutækni verða að eiga sér stað um leið og dregið er verulega úr notkun á jarðefnaeldsneyti, eins og kolum, olíu og gasi;
– Að öll lönd þurfa að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og varðveita búsvæði og tegundir;
– Að sagan sýnir að iðnvæðing hefur fleytt efnahagi landa áfram og því verða ríkari lönd að aðstoða þróunarlönd við að uppfylla skuldbindingar varðandi umhverfið.

Við styðjum:

– Rammasamning Sameinuðu Þjóðanna um loftslags breytingar og niðurstöðu Parísarsamkomulagsins 2015 og Loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna (COP23) 2017;
– Hina aðkallandi vinnu samfélags vísinda, verkfræði og aðgerðasinna til að rannsaka og innleiða nýja tækni og áætlanir til að draga úr áhættu fyrir siðmenningu og líffræðilegan fjölbreytileika;
– Nauðsyn fyrir hnattræn umskipti með nýjum aðferðum til að nota auðlindir og nýjar leiðir til að framleiða orku sem eru þjóðfélagslega og umhverfislega sjálfbærar.

Við hvetjum allar húmanistahreyfingar, samfélagið almennt og einstaklinga um allan heim til að:

1. Leggja áherslu á að stjórnvöld þeirra og svæðisbundin félög fari í nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, gera landnotkun og vinnslu auðlinda sjálfbærar og til að vernda og varðveita ósnert búsvæði;
2. Afla fylgis almennings og stjórnvalda við brýnar aðgerðir og framsýna stefnumótun til að draga úr og koma í veg fyrir loftslagsbreytingar

Suggested academic reference
‘Reykjavik Declaration on the Climate Change Crisis‘, Humanists International, General Assembly, Reykjavik, Iceland, 2019

Til baka í yfirlit