
Fermingarbúðir
Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á fermingarbúðir á vegum Siðmenntar : fermingarnámskeið fyrir þau fermingarbörn sem vilja taka allan pakkann á einni helgi og koma heim örþreytt, með fullt af nýjum vinum og djúpt sokkin í tilvistarlegar spurningar.
Staðsetning
Úlfljótsvatn
Námskeiðstilhögun
Fermingarbúðir eru ein helgi, 4.-6. mars, fæði og húsnæði innifalin.
Verð
50.000 kr.
Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér.
Skráning
Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið. Gangið frá skráningu til að tryggja sæti á það námskeið sem hentar ykkur best.