Fara á efnissvæði

Fermingarbúðir

Í ár verður í annað skipti boðið upp á fermingarbúðir á vegum Siðmenntar : fermingarnámskeið fyrir þau fermingarbörn sem vilja taka allan pakkann á einni helgi og koma heim örþreytt, með fullt af nýjum vinum og djúpt sokkin í tilvistarlegar spurningar. 

 

Því miður er fullt í allar fjórar ferðirnar vorið 2023 og verða ekki fleiri helgar. Laust í önnur námskeið.

Staðsetning

Úlfljótsvatn

Námskeiðstilhögun

Fermingarbúðir eru ein helgi, fæði og húsnæði innifalin. Brottför frá RVK er kl 12:30 á föstudegi og heimkoma kl 16:30 á sunnudegi. 

Helgarnar sem verða í boði 2023:

  • 24-26 febrúar (uppsellt)
  • 3-5 mars (uppsellt)
  • 10-12 mars (uppsellt)
  • 24-26 mars (NÝR HÓPUR)

Verð

55.000 kr.

Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör eða 12.000 krónur á hvort foreldri/stjúpforeldri, hámark 24.000 kr. 

Hægt er að skrá sig án endurgjalds í félagið með því að uppfæra trú-og lífskoðunarfélag sitt á www.skra.is (Þjóðskrá).

Til að nýta afsláttin þarf að skrá barnið í námskeiðið og senda póst á ferming@sidmennt.is og afsláttnum er bætt inn eftir á handvirkt þegar skráningin er staðfest. 

Upplýsingar má finna hér.

Skráning

Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið. Gangið frá skráningu til að tryggja sæti á það námskeið sem hentar ykkur best. 

Smelltu hér til að fara á skráningarvef