Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

MENNING – LÍFSSÝN – SAMFÉLAG – Menningarhátíð Siðmenntar

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, efnir til menningarhátíðar í tilefni 20 ár afmælis félagsins (sem reyndar var á síðasta ári en betra seint en aldrei!) Húmanismi (manngildisstefna) er jákvæð lífsskoðun þar sem menning skiptir miklu máli og endurspeglast í blandaðri dagskrá tónlistar og ljóða menningarhátíðarinnar.

Fjölmargir listamenn koma fram en það eru þau Ragnheiður Gröndal, Hörður Torfason, Þórarinn Eldjárn Guðmundur Felixson, Díana Lind Monzon, Magga Stína, Birgir Baldursson, Erpur Eyvindarson, Thelma Hrönn Steindórsdóttir, Felix Bergsson.

Örávörp flytja Ari Trausti Guðmundsson, Halla Sverrisdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Hulda Þórisdóttir og Jóhann Björnsson. Kynnir verður Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri.

Tryggið ykkur miða á heimasíðu Salarinns en miðaverði er stillti í hóf og kostar miðinn aðeins 1.500 kr.

Tími:
15. september 2011 klukkan 20:00

Staðsetning:
Salurinn, Kópavogi

Nánari upplýsingar:

Vefsíða Siðmenntar (www.sidmennt.is)

Atburðurinn á Facebook

Til baka í yfirlit