Þemanámskeið: Tónlist
Námskrá borgaralegrar fermingar kennd í gegnum tónlist.
Á námskeiðinu verður tónlist og tónsmíð tvinnað saman við inntak fermingarfræðslunnar á skapandi hátt. Áhersla verður lögð á skapandi hugsun, djúpa köfun í viðfangsefnin og persónulega nálgun í kennsluaðferðum.
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið: Nánari staðsetning tilkynnt síðar.
Námskeiðstilhögun
Hópurinn hittist fjórum sinnum á höfuðborgarsvæðinu.
8-9 febrúar og 1-2 mars.
Verð
53.000 kr.
Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér.
Skráning
Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið. Gangi frá skráningu til að tryggja sæti á það námskeið sem hentar ykkur best.
Skráning opnar 1. október 2024.