Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming 2011 – Ávarp Þórunnar Valdísar Þórsdóttur fermingarbarns

Eftirfarandi ræðu flutti Þórunn Valdís Þórsdóttir fermingarbarn í fermingarathöfn sinni á Hallormsstað 18. júní 2011.

Af hverju borgaraleg ferming?

Eftir að ég ákvað að fermast borgaralega hef ég oft verið spurð af hverju ég valdi að fara þessa leið. Margir hneykslast og finnst að ég eigi að fermast í kirkju fyrst ég er að fermast og finnst þetta bara vera rugl.

Þegar ég nálgaðist fermingaraldurinn fór ég að spá í hvort kirkjuleg ferming hentaði mér. Ég tel mig þekkja kirkjustarf nokkuð vel þar sem ég var nokkur ár í barnakirkjukór og fylgdist  þá bæði með barna- og fullorðinsmessum af öllum gerðum og svo hef  ég lært kristinfræði og trúarbragðafræði í skóla. Kirkjustarfið og kristnu fræðin höfðuðu ekki til mín og þessar vangaveltur urðu til að sannfæra mig um að ég er ekki tilbúin til að játast undir trúarbrögð og mér fannst því ekki koma til greina að fermast í kirkju.

Ég ákvað að kynna mér borgaralega fermingu því ég hafði heyrt að það væri valkostur fyrir þá sem vildu ekki fermast kirkjulega en vildu samt fá fræðslu og undirbúning fyrir það að taka meiri þátt í samfélagi fullorðinna. Ég kíkti inn á heimasíðuna hjá Siðmennt og fann þar að “Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu confirmare sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Að ungmenni sem fermast borgaralega væru studd í að verða heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi og að megin tilgangur borgaralegrar fermingar væri að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins.”

Þetta var eitthvað sem hentaði mér og ég ákvað að láta skrá mig á námskeið hjá Siðmennt. Mér fannst gaman á námskeiðinu og ég lærði margt þar. Við lærðum  gagnrýna hugsun og að skoða mál frá mismunandi sjónarhornum. Við vorum hvött til að velta hlutum fyrir okkur, segja okkar skoðanir og hlusta á og virða skoðanir annarra. En þeir sem ákveða að fermast borgaralega hafa mismunandi trú og skoðanir.

Að mínu mati er borgaraleg ferming sniðugur kostur fyrir þá sem vilja læra siðfræði, hvað felst í að vera ábyrgur borgari og að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum og fjölbreytileika.
Með því að velja þessa leið, hef ég fengið tækifæri til að fylgja minni sannfæringu og lært að standa með sjálfri mér.

Takk fyrir.
Þórunn Valdís Þórsdóttir

Af hverju borgaraleg ferming?

 

Eftir að ég ákvað að fermast borgaralega hef ég oft verið spurð af hverju ég valdi að fara þessa leið. Margir hneikslast og finnst að ég eigi að fermast í kirkju fyrst ég er að fermast og finnst þetta bara vera rugl.

 

Þegar ég nálgaðist fermingaraldurinn fór ég að spá í hvort kirkjuleg ferming hentaði mér. Ég tel mig þekkja kirkjustarf nokkuð vel þar sem ég var nokkur ár í barnakirkjukór og fylgdist þá bæði með barna- og fullorðinsmessum af öllum gerðum og svo hef ég lært kristinfræði og trúarbragðafræði í skóla. Kirkjustarfið og kristnu fræðin höfðuðu ekki til mín og þessar vangaveltur urðu til að sannfæra mig um að ég er ekki tilbúin til að játast undir trúarbrögð og mér fannst því ekki koma til greina að fermast í kirkju.

 

 

Ég ákvað að kynna mér borgaralega fermingu því ég hafði heyrt að það væri valkostur fyrir þá sem vildu ekki fermast kirkjulega en vildu samt fá fræðslu og undirbúning fyrir það að taka meiri þátt í samfélagi fullorðinna. Ég kíkti inn á heimasíðuna hjá Siðmennt og fann þar að “Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu confirmare sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Að ungmenni sem fermast borgaralega væru studd í að verða heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi og að megin tilgangur borgaralegrar fermingar væri að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins.”

 

Þetta var eitthvað sem hentaði mér og ég ákvað að láta skrá mig á námskeið hjá Siðmennt. Mér fannst gaman á námskeiðinu og ég lærði margt þar. Við lærðum gagnrýna hugsun og að skoða mál frá mismunandi sjónarhornum. Við vorum hvött til að velta hlutum fyrir okkur, segja okkar skoðanir og hlusta á og virða skoðanir annarra. En þeir sem ákveða að fermast borgaralega hafa mismunandi trú og skoðanir.

 

Að mínu mati er borgaraleg ferming sniðugur kostur fyrir þá sem vilja læra siðfræði, hvað felst í að vera ábyrgur borgari og að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum og fjölbreytileika.

Með því að velja þessa leið, hef ég fengið tækifæri til að fylgja minni sannfæringu og lært að standa með sjálfri mér.

 

 

 

Takk fyrir.

Þórunn Valdís Þórsdóttir

Til baka í yfirlit