Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Gjaldskrá athafnaþjónustu Siðmenntar 2022

Gjaldskrá athafnaþjónustu Siðmenntar 2022

Í fyrsta sinn síðan 2019 mun gjaldskrá athafnaþjónustu Siðmenntar hækka lítillega á milli ára. Samhliða hækkunum á gjaldskrá munu afslættir til félaga hækka sem nemur sömu krónutölu svo að verð til félaga munu haldast óbreytt fjórða árið í röð.

Gjaldskrá athafnaþjónustu 2022 verður sem hér segir:

Gifting

Fullt gjald: 70.000 kr.
Afsláttur: 22.500 kr per félaga, að hámarki 45.000 kr

Nafngjöf

Fullt gjald: 35.000 kr.
Afsláttur: 12.500 kr per félaga, að hámarki 25.000 kr.

Heimafermingar

Fullt gjald: 35.000*

*Hækkun þessi tekur gildi 1. janúar 2022 og á því ekki við um þær heimafermingar sem bókaðar voru fyrir áramót


Útför

Fullt gjald: 70.000 kr. 
Afsláttur: Útfararathafnir félaga, eða barna þeirra (0-17 ára) eru niðurgreiddar að fullu.

Kistulagning, sjálfstæð athöfn sem ekki er felld inn í útfararathöfn heldur fer fram á öðrum degi eða öðrum tíma samdægurs: 15.000 kr.
Ekki er greitt sérstaklega fyrir kistulagningu ef útför og kistulagning eru haldnar í sömu athöfn.

Jarðsetning duftkers eða kistu, sem ekki er í beinu framhaldi af útför: 15.000 kr.

 

Aksturs- og biðgjöld

Aksturgjald ef athöfn er utan hefðbundins athafnarsvæðis: 120 kr á hvern ekinn kílómeter. Aksturgjald er ekki innheimt fyrir athafnir félaga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, sjá nánar í Aðgengisstefnu félagsins.

Aksturgjald tekur mið af útreikningum hins opinbera um ferðakostnað hverju sinni, og getur breyst innan ársins.

Biðgjald vegna athafna er 10.000 kr per klst. Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.

Álagsgreiðslur á stórhátíðardögum


Álagsgreiðslur eru fyrir athafnastjórnun á ákveðnum stórhátíðardögum. Þessa daga er innheimt 100% álag ofan á athafnagjald. Dagarnir sem um ræðir eru:

1. janúar
1. maí
17. júní
24. desember
25. desember
31. desember eftir kl. 12:00

Athygli er vakin á að gjaldskrá athafna er endurskoðuð á ári hverju.

Til baka í yfirlit