Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Mikill meirihluti vill aðskilja ríki og kirkju

Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups vill mikill meirihluti landsmanna aðskilja ríki og kirkju. Gallup hefur rannsakað viðhorf almennings til aðskilnaðar ríkis og kirkju frá 1993 og hefur meirihluti landsmanna alltaf verið hlynntur aðskilnaði. Fylgið við aðskilnað hefur þó aukist jafnt og þétt á þessum tíma og nú vilja 67% landsmanna að ríki og kirkja verði aðskilin.


Í frétt á vefsíðu Gallup segir:

Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru hlynntir og þriðjungur þjóðarinnar andvígur aðskilnaði ríkis og kirkju eða jafn margir og fyrir einu ári. Einungis eru tekin svör þeirra sem taka afstöðu.

Þegar á hinn bóginn eru tekin svör allra þá eru tæplega 59% hlynnt, tæplega 29% andvíg og tæplega 13% hvorki hlynnt eða andvíg aðskilnaðinum.

Karlar eru hlynntari aðskilnaði en konur, höfuðborgarbúar vilja frekar aðskilnað en íbúar landsbyggðarinnar og þeir sem styðja ríkisstjórnarflokkana eru ekki eins hlynntir aðskilnaði ríks og kirkju og þeir sem fylgja stjórnarandstöðuflokkunum.

Þegar greint er eftir tekjum og menntun þá kemur fram að þeir sem hafa hærri tekjur og meiri menntun eru hlynntari aðskilnaði en þeir tekjulægri og minna menntaðir. Og enn sem fyrr er eldra fólk andvígara aðskilnaði ríkis og kirkju en það yngra.

Mynd 1
www.gallup.is

Mynd 2
www.gallup.is

Til baka í yfirlit