Fara á efnissvæði

Loforðin 10

Húmanísk gildi eru sammannleg gildi sem byggjast á því að taka ábyrgð á því að gæta velferðar allra lifandi vera og jarðarinnar okkar. Amerískir húmanistar hafa tekið saman Loforðin 10, sem eru tíu gildi húmanista og loforð okkar um að leggja okkar að mörkum til þess að byggja upp lýðræðislegt samfélag þar sem við virðum, styðjum og hlúum að virði hvers einstaklings, og þar sem frelsi og ábyrgð manneskjunnar eru í hendi.