Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

5. júní – Samstaða með þeim sem þjást í faraldrinum

5. júní – Samstaða með þeim sem þjást í faraldrinum

Siðmennt tekur þátt í þjóðardegi samstöðu vegna Covid-faraldursins. Við óskum þeim sem veikst hafa allra heilla og sendum samúðarkveðjur til aðstandenda þeirra sem látist hafa. Siðmennt minnir á að faraldrinum er ekki lokið, hvorki heima né að heiman. Stöndum saman í árvekni og samkennd með þeim sem þjást.

Þeim sem vilja láta svolítið af hendi rakna til þeirra sem hallast standa bendum við á að t.d. er hægt að styrkja söfnun Unicef í tengslum við hið alvarlega ástand sem nú ríkir á Indlandi.

Sameiginleg skilaboð samtakanna sem standa að deginum eru þessi:

Trúar- og lífsskoðunarfélög á Íslandi bjóða öllum að sameinast á þjóðardegi samstöðu vegna COVID-19, laugardaginn 5. júní 2021.

Verum samhuga, hvert og eitt samkvæmt sínum eigin sið og sinni eigin sannfæringu, og minnumst á þessum degi fórnarlamba heimsfaraldursins. Við erum öll lauf á sama tré. Sýnum nærveru þeim sem þjást eða eru deyjandi, réttum hjálparhönd og færum von þar sem afleiðingar faraldursins þjaka fólk sem mest. Þökkum fyrir óeigingjarna aðstoð svo margra fórnfúsra hjálpara úr öllum stéttum þjóðfélagsins um allan heim.

Ásatrúarfélagið
Bahá’í–samfélagið
Búddistasamtökin
DíaMat – Félag um díalektíska efnishyggju
Fjölskyldusamtök Heimsfriðarog Sameiningar
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Fríkirkjan í Reykjavík
Hjálpræðisherinn
Íslenska Kristskirkjan Þjóðkirkjan
Kaþólska kirkjan á Íslandi
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu
Menningarsetur múslima á Íslandi
Óháði söfnuðurinn
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
Samfélag Gyðinga á Íslandi
SGI á Íslandi
Siðmennt
Stofnun múslima á Íslandi
Söfnuður sjöunda dags aðventista í Reykjavík

 

Til baka í yfirlit