Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Inga Auðbjörg Straumland nýr formaður Siðmenntar

Aukaaðalfundur Siðmenntar var haldinn 24. apríl síðastliðinn, þar sem kosið var til stjórnar félagsins. Nýr formaður Siðmenntar er Inga Auðbjörg Straumland, en í kjöri til formanns voru tveir einstaklingar, Inga Auðbjörg og Tómas Kristjánsson. Inga hefur áður starfað í stjórn félagsins en hún hefur verið athafnastjóri síðan að Siðmennt fékk stöðu lífsskoðunarfélags árið 2013.

Ný stjórn félagsins hefur þegar hist á sínum fyrsta fundi og skipt með sér verkum. Í stjórn voru kosin þau Auður Sturludóttir sem verður varaformaður, Kristín Sævarsdóttir sem verður gjaldkeri,
Sigurður Hólm Gunnarsson sem verður ritari og Margrét Pétursdóttir meðstjórnandi.

Sjö manna varastjórn var sjálfkjörin en hana skipa, í þeirri röð sem dregið var um á stjórnarfundi:

Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson
Kristinn Theodórsson
Þorsteinn Kolbeinsson
Sigmundur Þórir Jónsson
Sveinn Atli Gunnarsson
Mörður Árnason
Hope Knútsson

Til baka í yfirlit