Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Áhugavert námskeið fyrir m.a. fermingarbörn

Siðmennt hefur borist ábending um nýstárlega gjöf fyrir íhugul fermingarbörn og ungmenni. Um er að ræða tveggja kvölda námskeið í skapandi skrifum og gagnrýnni hugsun sem haldið verður í lok apríl og byrjun maí í samstarfi við Þorvald Þorsteinsson og www.kennsla.is.

Námskeiðið er byggt á bókinni Tvískinna, en höfundur hennar er Davíð Stefánsson, bókmenntafræðingur. Bókin fjallar um mikilvægi þess að auka gagnrýna hugsun til að brynja sig gegn skilaboðum frá neyslusamfélaginu og hvetur unglinga og alla aðra lesendur hennar til skapandi hugsunar og skrifa.

Davíð býður upp á gjafabréf á námskeiðið og eintak af bókinni fyrir kr. 12.500 kr. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu bókarinnar.

Til baka í yfirlit