Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Kynningarfundur um borgaralegar fermingar 2004

Laugardaginn 25. október verður haldinn kynningarfundur um borgaralegar fermingar árið 2004. Öllum þeim sem hafa nú þegar skráð sig, eða haft samband og sýnt áhuga, verður sent fundarboð.


Á fundinum verður fjallað um tilgang og tilurð borgaralegra ferminga og eru allir hvattir til að mæta sem hafa áhuga á að kynnast betur starfsemi Siðmenntar. Kennarar á námskeiðum vetrarins verða á svæðinu.

Valin verður fimm manna foreldranefnd, en hlutverk hennar er að koma saman nokkrum sinnum meðan á námskeiðahaldinu stendur og undirbúa athöfnina.

Til baka í yfirlit