Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Frá vöggu til grafar – Opið hús hjá Siðmennt 22. janúar

Miðvikudaginn 22. janúar ætlum við í Siðmennt að hafa opið hús í fyrsta sinn í nýja húsnæðinu okkar í Skipholtinu. Yfirskriftin að þessu sinni er „Frá vöggu til grafar“ og fáum við góða gesti sem flytja stutt og fróðleg erindi.

Húsið opnar kl. 17:00 og dagskráin kl. 17:15. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá:

17:00 – Húsið opnar
17:15 – Inga Auðbjörg, formaður Siðmenntar, býður alla velkomna og flytur stutt ávarp.
17:30 – Tölum um lífið – Arnar Snæberg Jónsson athafnastjóri hjá Siðmennt talar um fyrstu tímamótin í lífi hvers einstaklings
17:50 – Tölum um dauðann – Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir frá Tré Lífsins talar um hinstu tímamótin í lífi hvers einstaklings
18:20 og eitthvað fram eftir kvöldi – Spjall og almenn gamanmál.

Hlökkum til að sjá sem flesta, takið daginn frá!

Viðburðurinn á Facebook

Til baka í yfirlit