Fara á efnissvæði

Kvöldnámskeið

Kvöldnámskeið eru kennd einu sinni í viku um kvöld eða eftirmiðdegi, í 11 vikur samfleytt. Þau henta þeim sem vilja takast á við afmarkaðri viðfangsefni í einu, leyfa efninu að sökkva inn og mæta svo galvösk viku síðar og takast á við næsta skammt. Kvöldnámskeið fara almennt fram í kennslustofum og byggjast á leikjum, umræðum og verkefnum.

Staðsetningar

Síðumúli 35 (108 Reykjavík)

Hagaskóli (107 Reykjavík)

Námskeiðstilhögun

Kennt einu sinni í viku, 80 mínútur í senn, í 11 vikur frá 17:00-18:20. 

Námskeiðin hefjast í vikunni 9. janúar og er fræðsla í boði á:

Mánudagar (Síðumúli 35)

Þriðjudagar (Hagaskóli)

Miðvikudagar (Síðumúli 35)

Fimmtudagar (Hagaskóli)

Verð

32.000 kr. 

Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér

Skráning

Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið. 

Smelltu hér til að fara á skráningarvef.