Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Efast á kránni snýr aftur!

Efast á kránni snýr aftur!
Fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi mun Hulda Þórisdóttir prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, í samvinnu við Siðmennt, halda erindi um sálfræði samsæriskenninga.

Farið verður yfir einkenni samsæriskenninga, útbreiðslu þeirra og hvað vitað er um ástæður þess að fólk aðhyllist samsæriskenningar.

Við munum hittast á Petersen svítunni. Húsið opnar kl. 17 og erindið hefst kl. 17:30. Happy hour verður í boði kl. 17-19. Staðurinn er aðgengilegur fyrir hjólastóla.

Hlökkum til að sjá sem flest!
Til baka í yfirlit