Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Vel heppnuð hugvekja fyrir þingmenn

Í dag föstudaginn 15. maí, braut Siðmennt og fjórir þingmenn blað í sögu þjóðarinnar.  Hefðin er sú að fyrir setningu Alþingis tvisvar á ári fara þingmenn til messu í Dómkirkjunni, en nú bauð Siðmennt þingmönnum að hlýða á siðræna hugvekju óháða trúarbrögðum þannig að þeir hefðu val við kristilegu hefðina.  Alls komu fjórir þingmenn, þar af þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar, þau Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir og ein þingkona frá Vinstri hreyfingunni, grænu framboði, Lilja Mósesdóttir.  Að auki kom varaþingmaður Borgarahreyfingarinnar, Katrín Snæhólm Baldursdóttir. Jóhann Björnsson athafnarstjóri og kennslustjóri borgaralegrar fermingar hélt um 10 mínútna hugvekju sem bar yfirskriftina um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar og kom þar víða niður á þær siðferðislegu aðstæður sem þingmaður þarf að takast á við.  Hugvekjan féll í góðan jarðveg og var Jóhanni vel fagnað að henni lokinni.  Þingmennirnir og aðrir gestir fengu létta köku með rjóma og eftir stutt spjall og yfirlýsingar um ánægju með framtak Siðmenntar fóru þeir inní Alþingishúsið til að taka sinn stað í áframhaldandi inngöngu hinna þingmanna sem fóru í messu.

(Hugvekju Jóhanns má lesa í fréttinni hér fyrir neðan.)

Sjá umfjöllun og myndband Mbl.is hér

Til baka í yfirlit