Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ekki minnst á aðskilnað ríkis og kirkju

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekki stakt orð um aðskilnað ríkis og kirkju. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn með samtals 44 þingmenn af 63 styðja aðskilnað. Eini flokkurinn sem lýst hefur yfir andstöðu við aðskilnað er Framsóknarflokkurinn með 8 þingmenn. Ekki liggur fyrir afstaða Flokk fólksins eða Miðflokksins (samtals 11 þingmenn).

Það eru veruleg vonbrigði.

Mannréttindi láta almennt lítið fara fyrir sér í sáttmálanum. Vissulega er kafli um jafnréttismál og annar um lýðræði auk þess sem tæpt er á réttindum nokkurra hópa í kafla um velferðarmál.

Tvisvar er minnst á mannréttindi en aðeins í samhengi við alþjóðastörf.

Það er von Siðmenntar að samstaða meðal þingmanna leiði okkur nær aðskilnaði ríkis og kirkju á kjörtímabilinu.

Til baka í yfirlit