Fara á efnissvæði

Þemanámskeið: Leiklist

Námskrá borgaralegrar fermingar kennd í gegnum leiklist. Áhersla verður lögð á skapandi hugsun, djúpa köfun í viðfangsefnin og persónulega nálgun í kennsluaðferðum.

Staðsetning

Kennt verður á mismunandi stöðum í Reykjavík.

Námskeiðstilhögun

Hópurinn hittist fjórum sinnum á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari tímasetningar og staðsetning auglýstar síðar.

 

Verð

50.000 kr.

Félagar í Siðmennt fá sérstök afsláttarkjör. Upplýsingar um þau má finna hér

Skráning

Skilyrði fyrir þátttöku í fermingarathöfn er að hafa setið fermingarnámskeið. Gangi frá skráningu til að tryggja sæti á það námskeið sem hentar ykkur best.

Skráning opnar 1. október 2024.

 

 

Stofninn | Myndlist

14. janúar, kl. 13-17

Í fyrsta tímanum förum við yfir stórar spurningar er varða upphaf heimsins og tilgang lífsins. Munu nemendur fá að tjá sig í samræðum og í gegnum myndlist. 

 

Staðsetning: Auglýst síðar
Listkennari: Auglýst síðar

Sjálfið | Ritlist

28. janúar, kl. 13-17

Samband okkar við sjálf okkur er jafn flókið og það er mikilvægt. Við munum ræða hvað það er sem byggir sterka sjálfsmynd, geðheilbrigði, fá kynfræðslu og hinsegin fræðslu, og skrifa okkur í gegnum þær spurningar sem vakna. 

 

Staðsetning: Auglýst síðar
Listkennari: Bragi Páll Sigurðarson

Samfélagið | Tónlist

11. febrúar, kl. 13-17

Tónlistarsköpun og samfélagsmál hafa haldist í hendur frá örófum alda. Af mörgu er að taka og verður siðfræði, mannréttindi, frelsi, samfélagsmiðlar og fleira til umræðu. 

 

Staðsetning: Auglýst síðar
Listkennari: Auglýst síðar

Samhengið | Spuni

25. febrúar, kl. 13-17

Lokatíminn mun snúa að sambandi mannsins við umhverfið sitt – loftlagsmál, dýrasiðfræði og náttúruvernd. Lokum við svo námskeiðinu með stórskemtilegu spunanámskeiði. Tíminn fer fram í Borgarleikhúsinu, og fá unglingarnir sýnisferð baksviðs. 

 

Staðsetning: Auglýst síðar
Listkennari: Auglýst síðar

  • Stofninn | Myndlist

    14. janúar, kl. 13-17

    Í fyrsta tímanum förum við yfir stórar spurningar er varða upphaf heimsins og tilgang lífsins. Munu nemendur fá að tjá sig í samræðum og í gegnum myndlist. 

     

    Staðsetning: Auglýst síðar
    Listkennari: Auglýst síðar

  • Sjálfið | Ritlist

    28. janúar, kl. 13-17

    Samband okkar við sjálf okkur er jafn flókið og það er mikilvægt. Við munum ræða hvað það er sem byggir sterka sjálfsmynd, geðheilbrigði, fá kynfræðslu og hinsegin fræðslu, og skrifa okkur í gegnum þær spurningar sem vakna. 

     

    Staðsetning: Auglýst síðar
    Listkennari: Bragi Páll Sigurðarson

  • Samfélagið | Tónlist

    11. febrúar, kl. 13-17

    Tónlistarsköpun og samfélagsmál hafa haldist í hendur frá örófum alda. Af mörgu er að taka og verður siðfræði, mannréttindi, frelsi, samfélagsmiðlar og fleira til umræðu. 

     

    Staðsetning: Auglýst síðar
    Listkennari: Auglýst síðar

  • Samhengið | Spuni

    25. febrúar, kl. 13-17

    Lokatíminn mun snúa að sambandi mannsins við umhverfið sitt – loftlagsmál, dýrasiðfræði og náttúruvernd. Lokum við svo námskeiðinu með stórskemtilegu spunanámskeiði. Tíminn fer fram í Borgarleikhúsinu, og fá unglingarnir sýnisferð baksviðs. 

     

    Staðsetning: Auglýst síðar
    Listkennari: Auglýst síðar