Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Skráningu lýkur 1. desember í borgaralega fermingu

Umsjón borgaralegrar fermingar vill benda foreldrum á að frestur til að skrá ungmenni í borgaralega fermingu er til þriðjudagsins 1. desember næstkomandi.

Í ár hefur þátttakan tekið mikið stökk og eru nú skráð tæplega 160 ungmenni í borgaralega fermingu 2010, sem er um 30% aukning og sér ekki fyrir endann á því enn.  Þetta er sérlega ánægjulegt því að Siðmennt á 20 ára afmæli á næsta ári.

Af skráningu ungmenna á Akureyri og Norðurlandi er það að frétta að fjöldinn þar er kominn vel á annan tug og því útlit fyrir að athöfnin þar verði svipað stór og fyrsta athöfnin í Reykjavík árið 1989.   Siðmennt ætlar að kappkosta að halda árlega námskeið og athöfn á Akureyri og er það mikilvægt skref til að þjóna betur landsbyggðinni og færa þennan mikilvæga valkost nær heimahögum hvers barns á Íslandi.

Til baka í yfirlit