Fara á efnissvæði

Borgaraleg ferming

Borgaraleg ferming er valkostur fyrir öll ungmenni sem vilja staldra við á tímamótum og fagna þeim með uppbyggilegu námskeiði og hátíðlegri athöfn.

 

Skráning er hafin fyrir vorið 2022.

Ferming fyrir öll ungmenni

Fermingarfræðsla Siðmenntar miðar að því að efla unglinga og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar.

Á námskeiðinu er lagt upp með því styrkja sjálfsmynd, hvetja til víðsýni og styðja við uppbyggilegt hugarfar. 

Fermingin er opin öllum ungmennum – óháð uppruna, kyni, kynhneigð, trú eða lífsskoðunum. Hvorki ungmennin né foreldrar þeirra þurfa að vera skráð í Siðmennt til að fermast hjá okkur. Aldursviðmið er 13-15 ára.

Að fermast borgaralega

Húmanísk fermingarfræðsla

Fermingarfræðslan samanstendur af viðfangsefnum húmanískrar stefnu sem eiga vel við þann þroska sem einstaklingar taka út á unglingsárunum. Námskráin er þannig uppbyggð að hún fangar viðfangsefni námskeiðsins á heildrænan máta og leiðir þátttakendur í gegnum þær stóru spurningar sem kunna að vakna á leiðinni.
Nánari upplýsingar um húmaníska fermingarfræðslu.

Veraldleg athöfn

Að loknu námskeiði eru ungmennin fermd við hátíð­lega athöfn þar sem þau fá viðurkenningarskjal sem staðfestir ástundun þeirra í náminu. Hluti fermingarbarnanna tekur virkan þátt í athöfninni, t.d. með ljóðalestri, dansi, tónlistarflutningi og ávörpum. Siðmennt leggur metnað í að gera athafnir sínar hátíðlegar og virðulegar, en jafnframt skemmtilegar og eftirminnilegar. Nánari upplýsingar um borgaralegar fermingarathafnir.

Kostnaður

Verðskrá 2022*:

Námskeið
Frá 32.000 kr.
Hópathöfn
18.000 kr.
Fjarnám
32.000 kr.
Heimaferming
35.000 kr.
Seinskráningargjald
5000 kr. **

* Verðskrá er birt með fyrirvara um breytingar og villur

** Seinskráningargjald innheimt eftir að skráningu lýkur 1. desember.

Afsláttur fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í Borgaralegri fermingu. Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt, og reiknast sá afsláttur af verðinu þegar börn eru skráð á námskeið.

Annað foreldri er meðlimur
12.000 kr í afslátt
Tveir foreldrar eru meðlimir
24.000 kr í afslátt

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.

Skráning í Siðmennt