Fara á efnissvæði

Borgaraleg ferming

Markmið borgaralegrar fermingar er að styrkja sjálfsmynd, metnað og uppbyggilegt hugarfar. Fermingarfræðsla miðar að því að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar.

Opnað verður fyrir skráningar í borgaralega fermingu 2022 þann 1. ágúst 2021

Ferming fyrir öll ungmenni

Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur og fögnum fjölbreytileika mannlífsins. Fermingin er opin öllum ungmennum, óháð uppruna, kyni, kynhneigð eða trúarbrögðum.

Ungmenni sem fermast borgaralega sækja undirbúningsnámskeið þar sem fjallað er um ýmislegt sem miðar að því að efla þroska, gott siðferði og ábyrgðarkennd.

Hvernig fara borgaralegar fermingar fram?

Húmanísk fermingarfræðsla

Ungmenni sem fermast borgaralega sækja undirbúningsnámskeið þar sem fjallað er um ýmislegt sem miðar að því að efla þroska, gott siðferði og ábyrgðarkennd. Má nefna sem dæmi gagnrýna hugsun, siðfræði, fjölmiðlalæsi, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, mannleg samskipti, fjölmenningu og fordóma, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna og tilgang lífsins, tilfinningar og sorg, mannréttindi og að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.

Veraldleg athöfn

Að loknu námskeiði eru ungmennin fermd við hátíð­lega athöfn. Hluti fermingarbarnanna tekur virkan þátt í athöfninni, t.d. með ljóðalestri, dansi, tónlistarflutningi og ávörpum og öll fá viðurkenningarskjal sem staðfestir ástundun þeirra í náminu. Í Reykjavík og Kópavogi fara athafnir fram á sunnudögum í apríl og utan höfuðborgarsvæðisins eru fermingarathafnir haldnar eftir þátttöku á hverjum stað hverju sinni. Siðmennt leggur metnað í að gera athafnir sínar hátíðlegar og virðulegar, en jafnframt skemmtilegar og eftirminnilegar.

Dagsetningar athafna 2022

Skráning hefst 1. ágúst 2021 í borgaralegar fermingarathafnir 2022

Staðfestar dagsetningar árið 2022: 

  • 2 apríl, kl 12 & 14, Silfurberg Harpa
  • 3 apríl, kl 10, 12 & 14 Silfurberg Harpa
  • 10. apríl, kl 13 Selfoss
  • 21. apríl, kl 13 Akranes
  • 21. apríl, kl 13 Reykjanesbær
  • 23 apríl, kl 12 & 14, Silfurberg Harpa
  • 24 apríl, kl 10, 12 & 14 Silfurberg Harpa
  • 28. maí, kl 13 Akureyri 
  • 28. maí, kl 13 Austurland

Athafnir á öðrum stöðum á landsbyggðinni miðast við að lágmark 3 börn taki þátt. 

Kostnaður

Verðskrá 2021: Heildarkostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 45.000 kr. og skiptist þannig:

Námskeið
30.000 kr.
Athöfn
15.000 kr.
Fjarnám
35.000 kr.
Heimaferming
30.000 kr.
Seinskráningargjald
5000 kr. *

* Seinskráningargjald innheimt eftir að skráningu lýkur 15. nóvember.

Afsláttur fyrir félaga í Siðmennt

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í Borgaralegri fermingu. Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt.

Annað foreldri er meðlimur
10.000 kr.
Báðir foreldrar eru meðlimir
20.000 kr.

Ef systkini fermast á sama tíma, er veittur 25% afsláttur.

Skráning í Siðmennt