Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Tilkynning vegna borgaralegrar fermingar 2007

Nú er hver að verða síðastur til þess að skrá sig í borgaralega fermingu 2007. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig eru beðnir um að hafa samband við Siðmennt sem fyrst.

Allir þátttakendur fá senda til sín upplýsingapakka á milli jóla og nýárs með stundaskrá vegna fermingarfræðslunnar. Vikulegu námskeiðin fara fram einu sinni í viku, byrja aðra viku í janúar og verða haldin í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9, í Reykjavík. Helgarnámsskeiðið verður haldið í Réttarholtsskóla í Reykjavík.


Þátttakendur fá einnig sendan stuttan spurningalista (5 til 6 spurningar) vegna athafnanna sem haldnar verða sunnudaginn 29. apríl 2007 líklega um klukkan 10:00 og 13:00. Æfingar munu fara fram daginn áður.

ATH: Það er mjög mikilvægt að svara þessum 5-6 spurningum vegna þess að dagskrá athafnanna er byggð á svörum ykkar.

Hægt er að skrá sig í borgaralega fermingu hér:
http://www.sidmennt.is/ferming/skraning.php

Til baka í yfirlit