Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt leitar að einstaklingi í starf framkvæmdastjóra

Siðmennt leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Sinna þjónustu við félagsmenn
– Skipuleggja viðburði félagsins
– Umsjón með bókhaldi og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlunar
– Uppfæra og setja efni inn á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðla.
– Samskipti við fjölmiðla
– Önnur verkefni í þágu félagsins

Hæfniskröfur
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi
– Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
– Reynsla af gerð rekstar- og fjárhagsáætlana
– Reynsla af stjórnun og/ eða verkefnastjórnun æskileg
– Góð tölvukunnátta nauðsynleg
– Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
– Góð enskukunnátta
– Framúrskarandi hæfni í samskiptum
– Frumkvæði í starfi og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með húmaníska lífsýn sem er tilbúinn til að starfa fyrir vaxandi félag. Starfið er laust frá 1. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi.

Umsóknir berist í gegnum Alfred.is eða á netfangið umsoknir@sidmennt.is og er umsóknarfrestur til og með 31. maí n.k.

Siðmennt er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem stendur vörð um mannréttindi, vinnur að þekkingarfræði og bættu siðferði. Félagið stendur fyrir hátíðlegum athöfnum á stórum stundum fjölskyldna eins og nafngjöfum, fermingum, giftingum og útförum.

Til baka í yfirlit