Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Aðalfundur Siðmenntar 2024 - stjórnarframboð og lagabreytingartillögur

Aðalfundur Siðmenntar 2024 - stjórnarframboð og lagabreytingartillögur

Aðalfundur Siðmenntar 2024 verður haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 17:00. Staðsetning: Salur Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23.

Dagskrá:
Afhending viðurkenninga
Kjör fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
Breytingar á lögum
Ákvörðun félagsgjalda
Kjör stjórnar, sbr. lög Siðmenntar grein 5.1. 
Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga, sbr. lög Siðmenntar grein 6.7
Önnur mál


Framboð til aðalstjórnar:
Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í aðalstjórn og eru því sjálfkjörin. Þau eru:

Sigurður Rúnarsson, 190374-2979
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, 060576-3869
Viggó E. Viðarsson, 100876-4859
Kristrún Ýr Einarsdóttir, 180781- 5449


Framboð til varastjórnar:
Þrír einstaklingar hafa gefið kost á sér í varastjórn og eru því sjálfkjörin. Þau eru:

Mörður Árnason, 301053-7469
Benedikt Sigurðarson, 030452-3059
Helga Bára Bragadóttir, 141174-5339


Lagabreytingartillögur:
Borist hafa tvær lagabreytingartillögur frá Ingu Auðbjörg Straumland formanni Siðmenntar.

Breytingartillaga 1
Núverandi grein
4.2 gr Aðalfundur
Boðað skal til aðalfundar skriflega með fjögurra vikna fyrirvara. 
Fundarboð skal sent með netpósti eða bréfleiðis. Auglýsing í útsendu fréttabréfi Siðmenntar jafngildir boðun á aðalfund

Tillaga að breytingu
4.2 gr Aðalfundur
Boðað skal til aðalfundar skriflega með fjögurra vikna fyrirvara á vefmiðlum félagsins.

Greinargerð
Tillagan er gerð til samræmingar við starfshætti annarra félaga. Í nútímasamfélagi þykir almennt nóg að auglýsa aðalfundi á vefmiðlum. 


Breytingartillaga 2
Núverandi grein
5.1 Stjórn skipa fimm félagsmenn og fjórir til vara. Kjósa skal í stjórn, ráð, nefndir og aðrar trúnaðarstöður innan félagsins árlega nema formann. Skal kjörtímabil formanns vera tvö ár. Formaður er kosinn sérstaklega, þá annað fólk í stjórn og loks varamenn. Önnur embætti innan stjórnar eru: varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Ef fleiri eru í kjöri en fjöldi í stjórn segir til um skal viðhafa leynilega kosningu.

Tillaga að breytingu
5.1 Stjórn skipa fimm félagsmenn og tveir til vara. Kjósa skal í stjórn, ráð, nefndir og aðrar trúnaðarstöður innan félagsins árlega nema formann. Skal kjörtímabil formanns vera tvö ár. Formaður er kosinn sérstaklega, þá annað fólk í stjórn og loks varamenn. Önnur embætti innan stjórnar eru: varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Ef fleiri eru í kjöri en fjöldi í stjórn segir til um skal viðhafa leynilega kosningu.  

Greinargerð
Varafulltrúar hafa almennt tekið virkan þátt í störfum stjórnar, og telur hún því í raun 9 fulltrúa. Hætta er á því að umboð og frumkvæði dreifist um of í svo stórri stjórn, og sjaldan þarf að bæta svo mörg sæti í framkvæmdastjórn upp að til þess þurfi fjögurra manna varastjórn.Tvö sæti ætti að vera nægjanlegt til að bregðast við tímabundnum breytingum, og séu svo miklar sviftingar í stjórn að hún verði óstarfhæf sökum brottfalls er vafalaust kominn tími á aukaaðalfund. 

Lög Siðmenntar má lesa hér: http://sidmennt.is/sidmennt/log/

 

Til baka í yfirlit