Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ný stjórn, nýtt nafn og breytingar á stefnuskrá

Aðalfundur Siðmenntar var haldinn í gær á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík. Tveir nýir félagar voru kosnir í stjórn Siðmenntar, þeir Jóhann Björnsson og Svanur Sigurbjörnsson. Þorsteinn Örn Kolbeinsson hættir nú í stjórn Siðmenntar og þakkar félagið honum vel unnin störf á síðasta starfsári. Hulda Katrín Stefánsdóttir, sem var kjörin í stjórn í fyrra, hætti á miðju kjörtímabili vegna anna.

Á fundinum í gær var nafni félagsins breytt í “Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi”. Einnig voru samþykktar töluverðar breytingar á stefnuskrá Siðmenntar í samræmi við stefnuskrár annarra siðrænna húmanista félaga.

Til baka í yfirlit