Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Skráning í borgaralega fermingu 2024 er hafin!

Skráning í borgaralega fermingu 2024 er hafin!

Við höfum nú opnað skráningar í borgaralegar fermingarathafnir vorið 2024. Öll börn sem vilja fermast borgaralega þurfa fyrsta að ljúka námskeiði en við munum hefja skráningu á þau í haust þegar allir valkostir liggja fyrir.

Skráning í borgaralega fermingu fer fram í gegnum skráningargáttina Sportabler. Við mælum eindregið með því að fólk sæki Sportabler appið í símana sína til að fylgjast með skilaboðum og öðrum tilkynningum.

 

Mars heldur ræðu í fermingarathöfn 1.apríl 2023

Mars Proppé gefur fermingarbörnum heillaráð. Ljósmyndari: Helga Dögg - Fókal

 

Staðfestar dagsetningar árið 2024 

Silfurberg Harpa:

16. mars kl: 10, 12 & 14
17. mars kl: 10, 12 & 14
13. apríl kl: 10, 12 & 14
14. apríl kl: 10, 12 & 14

Bæjarbíó Hafnarfirði: 25. apríl kl: 13:00

Landsbyggðin*:

Selfoss: 14. apríl kl 13:00
Reykjanesbær: 6. apríl kl: 13:00
Akranes: 24. mars kl: 13:00
Akureyri:1. júní kl: 13:00 
Hvammstangi: 24. mars kl: 13:00

Einkaathafnir:
Einnig er hægt að skrá fermingarbarnið í einkaathöfn og fá athafnastjóra í veisluna eða heimahús á dagsetningu að eigin vali. 

*Athafnir á öðrum stöðum fara eftir aðsókn hverju sinni og miðað er við lágmark 3 fermingarbörn til að haldin sé hópathöfn í heimabyggð. Síðustu ár höfum við haldið athafnir á Ísafirði, Egilstöðum og Höfn. Endilega sendið á ferming@sidmennt.is ef áhugi er fyrir fermingu í heimabyggð.

 

Eyjólfur Flóki og Baldur afi hans spila saman á básúnu. Ljósmynd: Helga Dögg - Fókal

Til baka í yfirlit