Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Fermingarathafnir 17. júní í Borgarleikhúsinu

Eftirfarandi var sent á foreldra og forráðamenn fermingarbarna þann 9. júní:

Þessi póstur er um æfingatíma fyrir athafnirnar 17. júní og um fjölda gesta og tilmæli sóttvarnarlæknis.

Æfingarnar eru:
16. júní kl. 16-17:30 fyrir athöfnina sem er kl. 12
16. júní kl. 17:30-19:00 fyrir athöfnina sem er kl. 14
Á fermingardaginn sjálfan koma fermingarbörnin hálftíma fyrir athöfnina.

Það er mjög mikilvægt að börnin mæti á æfinguna.

Fjöldi í Borgarleikhúsinu og COVID-19

Eftir 15. júní er fjöldatakmörkun sóttvarnarlæknis á mannamótum 500 manns. Hvert fermingarbarn má taka með sér allt að 10 gesti í athöfnina. Efst í salnum í Borgarleikhúsinu verða bekkir fyrir þau sem vilja halda tveggja metra regluna. Það er frjálst sætaval í athöfninni fyrir gesti.

Við ítrekum að ef fólk finnur fyrir einkennum veirunnar, t.d. slappleika, kvefi og slíku að mæta ekki á athöfnina.

Bestu kveðjur,

Margrét Erla

framkvæmdastjóri borgaralegra ferminga

Til baka í yfirlit