Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Ný stjórn Siðmenntar kosin á aðalfundi 15. febrúar 2020

Aðalfundur Siðmenntar var haldinn um liðna helgi og var kosið í embætti aðal- og varamanna í stjórn. Ekki var kosið um embætti formanns þar sem formaður er kjörinn til tveggja ára í senn, og er Inga Auðbjörg Straumland því áfram formaður.

Í framboði til aðalstjórnar voru 4 frambjóðendur, og voru þeir því sjálfkjörnir með lófataki.

Stjórn félagsins 2020-2021 skipa því, ásamt formanni:

Karen Edda Benediktsdóttir
Kristín Sævarsdóttir
Margrét Pétursdóttir
Sveinn Atli Gunnarsson

Í framboði til varamanna voru 4 frambjóðendur í 7 sæti, og voru þeir því sjálfkjörnir með lófataki.

Varamenn í stjórn 2020-2021 eru:

Árný Björnsdóttir
Hope Knútsson
Mörður Árnason
Stefán Rafn Sigurbjörnsson

Fundargerð fundarins ásamt ársreikningum 2019 verða birt hér á síðunni von bráðar.

Til baka í yfirlit