Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Hoppað í hnapphelduna!

Hoppað í hnapphelduna!

Hafi þið lengi ætlað að gifta ykkur en aldrei látið verða af því? 

Mánudaginn 22. ágúst næstkomandi býður Siðmennt kærustupörum að framkvæma eldsnögga, einlæga, skemmtilega og síðast en ekki síst löglega hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu.

Hér á landi hefur fólk oft ekki gert greinarmun á vígðri og óvígðri sambúð, líka þótt það deili eignum og heimili, og eigi jafnvel börn saman eða úr öðrum samböndum.

Hugmyndin um rómatíska ást er af mörgum talin mikilvæg forsenda þess að ganga í hjónaband, en undanfarin ár hafa kærustupör af öllum kynjum og á öllum aldri áttað sig á því að praktísku ástæðurnar eru ekki síður mikilvægar. Svo - Siðmennt mælir með að kærustupör í óvígðri sambúð kynni sér réttindi sín og meti hvort löglegt hjónaband sé kannski bara enn betri hugmynd! Og þeim kærustupörum sem sem vilja gifta sig gefst fágætt tækifæri til þess í boði Siðmenntar, mánudaginn 22. ágúst næstkomandi.

Það eina sem væntanleg hjón þurfa að gera er:

  • Skrá sig á þetta form hér: https://forms.gle/BSbuRwtti3eRcEpP9
  • Sækja um rafrænt fæðingarvottorð og hjúskaparstöðuvottorð fyrir bæði hjónefni til Þjóðskrár
  • Áframsenda vottorðin (alls 4 stk.) fyrir föstudaginn 19. ágúst 2022 á athafnir@sidmennt.is - merkt Hjón 22/8/22
  • Mæta á staðfestum tíma í Höfuðstöðina á Rafstöðvarvegi, mánudaginn 22. ágúst 2022 með tvo votta/svarafólk og gild skilríki


Athafnirnar taka um það bil 30 mínútur og eru bókaðar á heila og hálfa tímanum. Hjónaefnum er velkomið að bjóða með sér völdum gestum.
Til baka í yfirlit