Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Sjö ára fermingarfrelsi

23. september 1994

 

1988 skrifaði ég kjallaragrein um áform mitt að halda fyrstu borgaralegu ferminguna á íslandi. Nú eru 6 ár liðin. Félagsskapurinn Siðmennt var stofnaður eftir fyrstu borgaralegu ferminguna til að aðstoða fólk við framkvæmd borgaralegra athafna (nafngjöf og útfor ásamt fermingu). Alls hafa 105 unglingar fermst á þennan hátt síðan 1989 og hafa hátt í 1400 manns verið viðstaddir þessa athöfn.

Virk þátttaka

Á námskeiði okkar leggjum við áherslu á mannleg samskipti, siðfræði, og ábyrgð einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. Í haust verða haldnir kynningar og fölskyldufundir þar sem unglingar sem hafa áhuga á að fermast borgaralega og foreldrar þeirra fá tækifæri til að kynnast umræðum og hópstarfi. Námskeiðið sjálft, þ.e. vikulegir fyrirlestrar og umræður, hefjast síðan í janúar og verða í u.þ.b. 3 mánuði. Teknir verða fyrir málaflokkarnir: Mannleg samskipti, siðfræði, efahyggja, friðarfræðsla, lífsskoðanir, forvarnir um vímuefni, kynfræðsla, umhverfismál, mannréttindi, jafnrétti, réttur unglinga í þjóðfélaginu og missir og sorg.

Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins. Kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Undirbúa þá í að vera ábyrgir borgarar. Borgaraleg ferming snýst ekki um trúarbrögð og ekkert er kennt á námskeiðinu sem er andstætt kirkjunni.

Athöfnin að loknu námskeiðinu einkennist af virkri þátttöku fermingarbarnanna sjálfra og foreldra þeirra. Unglingarnir flytja ljóð og ræða um þýðingu þessara tíma móta í lífi sínu. Auk þess er flutt tónlist og ræður eru haldnar. Að lokum er afhent skírteini sem staðfestir að unglingarnir hafa hlotið þessa fræðslu og séu fermdir.

Valfrelsi

Ástæður fyrir þátttöku fólks í borgaralegri fermingu eru margvíslegar. Sumir unglingar sem hafa fermst borgaralega, eru trúaðir, en þeim finnst undirbúningur okkar áhugaverðari en kirkjunnar. Aðrir fella sig ekki við prestinn í sinni sókn. Enn aðrir eru ekki tilbúnir að taka afstöðu til trúmála, geta ekki sætt sig við sumar kennisetningar eins og meyfæðinguna, erfðasyndina og þríeinan guð. Þá er líka hópur sem efast um tilvist guðs og vill ekki gefa nein óheiðarleg heit. Nokkrir þeirra eru sannfærðir trúleysingjar.

Það krefst hugrekkis að hugsa sjálfstætt og fara sínar eigin leiðir, sérstaklega á fermingaraldri. Við hjá Siðmennt teljum að unglingar á þessum aldri velti yfirleitt ekki fyrir sér trúarlegum hugmyndum. Við viljum að fermingaraldurinn sé hækkaður en við getum ekki hækkað hann upp á okkar eindæmi. Hins vegar getum við boðið annan kost. Valfrelsi hvetur fólk til að hugsa meira um hvað það yill og hvað hæfir því best. í lýðræðissamfélögum hefur fólk frelsi til að hafa mismunandi skoðanir á lífinu, trúmálum þar á meðal. Mikilvægt er að fólk viti að til er val.

Hope Knútsson

Til baka í yfirlit