Fara á efnissvæði

Húmanísk fermingarfræðsla

Í hópi fermingarbarna eru ólíkir einstaklingar með ólíkar þarfir. Þess vegna bjóðum við upp á fermingarfræðslu með mismunandi sniði – lagað að hverjum og einum. Viðfangsefni fermingarfræðslunnar grundvallast í námskrá borgaralegrar fermingarfræðslu, og er nálgast þau á lifandi hátt í námskeiðunum.

Markmiðin eru alltaf þau sömu; að búa fermingarbarnið undir það að komast í fullorðinna tölu.

Skráning er opin á fermingarnámskeið

 

Kvöldnámskeið

Kvöldnámskeið eru kennd eitt eftirmiðdegi í viku í 10 vikur samfleytt. Þau henta þeim sem vilja kafa ofan í afmarkaðri viðfangsefni í einu og mæta svo galvösk viku síðar til að takast á við næsta skammt. Kvöldnámskeið eru í boði á höfuðborgarsvæðinu. 

 

Lesa meira um kvöldnámskeið

Helgarnámskeið

Helgarnámskeið eru kennd annað hvort yfir tvær helgar eða fjóra staka helgidaga, 4-5 klukkustundir í senn. Helgarnámskeið henta þeim sem vilja sökkva sér djúpt ofan í hverja meginstoð námskrárinnar fyrir sig. Helgarnámskeið eru haldin bæði á höfuðborgarsvæðinu og í helstu þéttbýliskjörnum, en staðarval er háð þátttöku hverju sinni.

 

Lesa meira um helgarnámskeið

Fermingarbúðir

Í ár verður aftur boðið upp á fermingarbúðir á vegum Siðmenntar: fermingarnámskeið fyrir þau fermingarbörn sem vilja taka allan pakkann á einni helgi og koma heim örþreytt, með fullt af nýjum vinum og djúpt sokkin í tilvistarlegar spurningar. Fermingarbúðir verða haldnar á Úlfljótsvatni. 

Lesa meira um fermingarbúðir

Fjarnám

Boðið er upp á að taka fermingarfræðslu í fjarnámi, en það getur hentað börnum sem komast ekki á námskeið vegna landfræðilegra áskoranna, eða þeim sem hentar betur að taka þátt á stafrænum vettvangi heldur en í kennslustundum.

 

Lesa meira um fjarnámskeið

Þemanámskeið: listsköpun

Námskrá borgaralegrar fermingar kennd í gegnum listsköpun. Hópurinn hittist fjórum sinnum á sunnudögum á höfuðborgarsvæðinu. Áhersla verður lögð á skapandi hugsun, djúpa köfun í viðfangsefnin og persónulega nálgun í kennsluaðferðum.

 

Lesa meira um þemanámskeið: listsköpun

Þemanámskeið: útivist

Þemanámskeið með áherslu á útivist er námskeið sem er kennt á fótum. Hópurinn hittist þrisvar á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið verður í styttri göngur og svo einn langan laugardag þar sem farið verður í jöklagöngu.

 

Lesa meira um þemanámskeið: útivist

Þemanámskeið

Kennsluhættir út fyrir kassann!

Á þemanámskeiðum er lagt upp með óhefðbundna nálgun þar sem fermingarbörnin eru virkjuð í gegnum áhugasvið sín til að takast á við viðfangsefni námskeiðsins. Þannig verða kennsluhættirnir frábrugðnir kennsluháttum grunnnámskeiðanna og skapandi aðferðafræði notuð til að miðla viðfangsefnunum til fermingarbarnanna. 

Í ár verður boðið upp á námskeið í gegnum listsköpun annars vegar og útivist hins vegar. Þátttaka í þemanámskeiði kemur í stað þátttöku í öðrum fermingarnámskeiðum.