Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

The Imagine Forum: Protecting Rights - Defending Peace

The Imagine Forum: Protecting Rights - Defending Peace

Föstudaginn 10. október fór fram hin árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Bar ráðstefnan heitið The Imagine Forum: Protecting Rights – Defending Peace.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, formaður Siðmenntar tók þátt í pallborðsumræðum um Protecting Rights Together: The Role of the UN in Today’s Human Rights Struggles. Í máli Arndísar kom m.a. fram að mannréttindi teljist til alþjóðalaga sem Sameinuðu þjóðirnar hafi verið stofnaðar til að vernda. Sem herlaust smáríki eigi Ísland mikla hagsmuni af því að staðið sé vörð um alþjóðalög, ekki síst um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þegar komi að mannréttindum sé Ísland þó ekki smáríki í reynd og að stjórnvöld ættu ekki að vanmeta áhrifamátt okkar á alþjóðasviðinu.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru:
🎙️ Nazanin Boniadi – heimsþekkt leikkona og mannréttindafrömuður sem leggur áherslu á réttindi kvenna og tjáningarfrelsi í Íran og víðar
🎙️Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu
🎙️ Jessica Stern – fyrrum sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum LGBTQI+ fólks og fræðimaður við Carr-Ryan Center for Human Rights við Harvard Kennedy School
🎙️ Vladimir Kara-Murza – rússneskur blaðamaður og lýðræðissinni sem hefur verið fangelsaður fyrir opinskáa andstöðu sína við einræðishætti og óþreytandi baráttu fyrir pólitísku frelsi

Hér er hægt að skoða upptöku af ráðstefnunni.

Til baka í yfirlit