Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Svikaherferð í gegnum vefpóst

Svikaherferð í gegnum vefpóst

Kæru félagar og þjónustuþegar

Upp hefur komið árás, á borð við þá sem CERT-IS lýsir í frétt sinni, í starfsemi Siðmenntar sem hugsanlega tengist persónuupplýsingum sem félagið vinnur.

Gripið hefur verið til allra viðeigandi ráðstafana til að draga úr óæskilegum áhrifum árásarinnar á alla hlutaðeigandi. Þá höfum við upplýst viðeigandi aðila, s.s. Persónuvernd og CERT-IS um líklegar afleiðingar árásarinnar og þær ráðstafanir sem við höfum gripið til svo hugsanleg áhrif hennar verði sem minnst fyrir félaga og þjónustuþega okkar í samræmi vði ákvæði persónuverndarlaga.

Hafir þú fengið póst frá okkur á borð við þann sem lýst er í frétt CERT-IS, mælum við eindregið með að honum sé eytt og viðhengið ekki opnað.

Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Siðmenntar með því að senda póst á netfangið sidmennt@sidmennt.is hafir þú spurningar eða ef þú óskar eftir frekari upplýsingum um árásina.

Til baka í yfirlit