Síðastliðinn föstudag giftu athafnastjórar Siðmenntar 12 pör í rómantískum og hátíðlegum ör-athöfnum.
Viðburðurinn var haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og var þetta í fjórða sinn sem Siðmennt heldur slíkan viðburð.
Viðburðurinn var dásamlegur og vel heppnaður. Við óskum pörunum enn og aftur til hamingju með daginn. Kærar þakkir til allra aðstoðuðu okkur við daginn.