Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Friður og fjölbreytni

Friður og fjölbreytni
Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi heldur málþing um samfélag fjölbreytni ‒ og vonandi friðar á Íslandi. Þar veltum við fyrir okkur þróuninni hérlendis síðustu áratugi með auknum innflutningi fólks hvaðanæva, víðtækum menningaráhrifum og margvíslegum viðhorfum á svið trúarbragða og lífsskoðana.

Málþingið verður haldið í Gerðubergi, Breiðholti, Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi, fimmtudaginn 9. október, og hefst kl. 17.17.

Stutta framsögu flytja:
- Lara Roje, íslenskukennari
- Sabine Leskopf, borgarfulltrúi
- Bee McEvoy, hjukrunarfræðingur
- Bjarni Randver Sigurvinsson, trúarbragðafræðingur

Síðan verða fyrirspurnir, spjall og kaffiveitingar.

Allir áhugamenn um fjölbreytni, trúarbrögð og lífsskoðanir velkomnir
Til baka í yfirlit