Næsti viðburður í 'Efast á kránni' er áhugaverður!
María Hjálmtýsdóttir, kennari, aktívisti og barnabókasafnari, verður með erindið Feðraveldið, fortíð, nútíð, framtíð. Í erindinu ætlar hún að fara yfir hvað þetta feðraveldi eiginlega er, hvernig gæti það verið tilkomið og hvert stefnum við?
María hefur kennt kynjafræði í menntaskóla í 12 ár og stússað ýmislegt í feminísku bralli.
Viðburðurinn hefst klukkan 17 í Húsi Mál og Menningar á Laugavegi.
Happy hour á barnum milli 17-18 og hjólastólaaðgengi í húsinu.
Happy hour á barnum milli 17-18 og hjólastólaaðgengi í húsinu.
Hlökkum til að sjá sem flest!