Fara á efnissvæði

Hoppað í hnapphelduna

Föstudaginn 19. júní 2026 næstkomandi býður Siðmennt pörum að ganga í hjónaband í snarpri, merkingarþrunginni, hátíðlegri og síðast en ekki síst lögformlegri athöfn.

Viðburðurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er þetta í fjórða sinn sem Siðmennt heldur slíkan viðburð.

Skráning hefst þegar nær dregur.

Annað

Athafnirnar taka um 20-30 mínútur hver.
Boðið verður upp á lifandi tónlist og fallegt umhverfi.
Gestir velkomnir.
Stundvísi er nauðsynleg.
Fyrirspurnir sendist á athafnir@sidmennt.is