Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Hoppað í hnapphelduna 27. júní 2025

Hoppað í hnapphelduna 27. júní 2025

Föstudaginn 27. júní næstkomandi býður Siðmennt pörum að ganga í hjónaband í snarpri, merkingarþrunginni, hátíðlegri og síðast en ekki síst lögformlegri athöfn.

Viðburðurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og er þetta í fjórða sinn sem Siðmennt heldur slíkan viðburð.

Skráning hér

Áhugasöm eru hvött til að skrá sig sem fyrst þar sem takmarkaður fjöldi kemst að. Staðfestingarpóstur verður sendur með þeim tíma sem pari hefur verið úthlutað.

Verð

Ekkert gjald ef bæði hjónaefni eru félagar á vígsludag.
7.500 ef annað hjónaefna er félagi.
15.000 ef hvorugt hjónaefna er félagi.
Ekki er nauðsynlegt að vera skráður félagi í Siðmennt en ef áhugi er fyrir hendi er auðvelt að velja til hvaða lífsskoðunarfélags sóknargjöldin þín renna á www.island.is

Annað

Athafnirnar taka um 20-30 mínútur hver.
Boðið verður upp á lifandi tónlist og fallegt umhverfi.
Gestir velkomnir.
Stundvísi er nauðsynleg.
Fyrirspurnir sendist á athafnir@sidmennt.is

Til baka í yfirlit