Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Viðurkenningar Siðmenntar 2012

HÚMANISTAVIÐURKENNING  SIÐMENNTAR  2012
Í dag fór fram í áttunda skiptið úthlutun á Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar. Handhafar hennar árið 2012 eru tveir aðilar. Samtökin Liðsmenn Jerico sem eru landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda en einnig þeir Viðar Freyr Guðmundsson og Gunnar Halldór Magnússon Diego sem hafa staðið að gerð heimildarþátta um einelti sem heita „Allt um Einelti“.

FRÆÐSLU- OG VÍSINDAVIÐURKENNING SIÐMENNTAR 2012
Einnig var í fimmta sinn úthlutað Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar. Hana hlaut að þessu sinni Örnólfur Thorlacius en hann hefur verið brautryðjandi við miðlun vísindamiðlunar í sjónvarpi, dagblöðum, bókum og tímaritum.

Þeir sem fengið þá viðurkenningu á undanförnum árum eru Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, Orri Harðarson, Ari Trausti Guðmundsson og á síðasta ári hlutu þau  Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn.  Eitt af megin umfjöllunarefnum Siðmenntar er þekkingarfræðin og stuðningur við vísindalega þekkingarleit og fræðslu. Félagið veitir viðurkenningu þeim aðila eða samtökum sem hafa fært þjóðinni mikilvægt framlag í þessum efnum. Að þessu sinni er það Örnólfur Thorlacius sem hlýtur viðurkenninguna.

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur frá árinu 2005 veitt árlega húmanistaviðurkenningu félagsins.  Eftirtaldir aðilar hafa fengið viðurkenninguna hingað til:  Samtökin 78, Ragnar Aðalsteinsson, Tatjana Latinovic, Rauði Kross Íslands, Alþjóðahús, Hörður Torfason og Páll Óskar Hjálmtýsson.  Einstaklingar, félagasamtök og aðrir sem hafa lagt eitthvað mikilvægt af mörkum í anda húmanismans eiga möguleika á að hljóta hana.  Eðli og markmið húmanismans birtast m.a. í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna, en í stefnuskrá Siðmenntar segir:

Siðmennt reynir að yfirstíga skiptingu manna í fjandsamlega hópa sem hver um sig byggir tilvist sína á ákveðinni sérstöðu, til dæmis kynþætti, trúarbrögðum, kyni, þjóðerni, stétt, tungumálum eða kynhneigð. Siðmennt vill fá fólk úr ólíkum hópum til að vinna saman að málefnum sem eru til góðs fyrir mannkyn allt.

Nánari upplýsingar gefur Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar, s: 896 8101, eða með pósti á bjarni@sidmennt.is.

Ítarefni:
Liðsmenn Jerico
Allt um einelti

Myndir frá kvöldinu:





Til baka í yfirlit