Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Borgaraleg ferming - kennsla hefst 10. janúar!

Borgaraleg ferming - kennsla hefst 10. janúar!

Fermingarnámskeið í borgaralegri fermingu fara af stað þann 10. janúar næstkomandi. Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á margskonar spennandi nýjungar í kennslunni svo að allir ættu að geta fundið námsleið við sitt hæfi.

Boðið verður upp á vikuleg námskeið á virkum dögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem kennt verður í húsnæði Menntaskólans í Kópavogi annars vegar og í húsnæði Siðmenntar í Skipholti annars vegar. Enn eru nokkur pláss laus í þessi námskeið.

Helgarnámskeið eru einnig í boði, bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar á landsbyggðinni. Þar er ýmist kennt tvær helgar bæði laugardag og sunnudag, eða fjóra sunnudaga. Þá er einnig í boði að taka námskeið með útivistarþema, sem kennt verður þrisvar sinnum og endað á jöklagöngu. Því miður er uppbókað bæði í fermingarbúðir á Úlfljótsvatni og í Listsköpunarnámskeiðið.

Allar nánari upplýsingar um þau námskeið sem enn er hægt að skrá fermingarbörn í má lesa í vefverslunni Sportabler en skráning fer fram í gegnum hana. Við tökum við seinskráningum til 15. janúar næstkomandi. Við vekjum athygli á að skrá þarf börnin bæði í námskeið og athöfn. Félagar í Siðmennt fá 12.000 króna afslátt af heildargjaldinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Heiðrún Arna, í gegnum netfangið ferming@sidmennt.is eða í síma 533-5550.

Til baka í yfirlit