Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðrof í skólastofunum

Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, svarar ummælum biskups um siðrof þjóðarinnar. Svarið birtist upphaflega á Kjarnanum 29. október 2019.

Það er þriðju­dag­ur. Við erum þrjár vin­kon­ur, 12 ára og fullar af ævin­týra­þrá þar sem við tökum ann­ars tóman Álfta­nes­strætó út úr vernd­uðu umhverfi þorps­ins þar sem við þekkjum alla og yfir í nágranna­sveit­ar­fé­lagið Garða­bæ, þar sem fram­boðið af sjoppum og gang­braut­ar­ljósum og öllu því sem ekki fyr­ir­finnst á Álfta­nesi for­tíð­ar­innar virð­ist okkur sem æsispenn­andi borg­ar­um­hverfi. Við hlaupum í rign­ing­unni frá Ásgarði upp á Garða­torg og eyðum öllum vasa­pen­ing­unum í allt of mikið krydd­aðar frönskur á Skalla. Við þurfum hvort sem er að bíða í 70 mín­útur eftir að KFUK-fundur hefj­ist – strætó­sam­göng­urnar eru svo ófull­komn­ar. En í stað þess að reið­ast yfir skörðum hlut Álft­nes­inga í almenn­ings­sam­göngu­kerf­inu finnst okkur þetta full­komið frelsi, þar sem við leikum okkur á Garða­torgi á meðan drop­arnir dynja á plexí­gler­þak­in­u.

Viku­legu fund­irnir hjá KFUK, Kristi­legu félagi ungra kvenna, í Garðabæ voru líka þess virði. Á meðan skóla­systkin okkar heima á Nes­inu æfðu fót­bolta, höfð­aði söng­ur­inn og fönd­rið meira til okkar þriggja, sem höfðum fengið sköp­un­ar­kraft­inn umfram íþrótta­hneigð­ina í vöggu­gjöf. Og sam­hliða föndri á mósaík-krossum og söngva­stundum þar sem þrjá­tíu stelpur sungu Með Jesús í bátnum get ég brosað í stormi við hæstu raust, átti sér stað örlítil kristi­leg inn­ræt­ing. Við heyrðum dæmisögur og ígrund­uðum lífið og til­ver­una út frá kristi­legum gild­um. Og þetta svín­virk­aði á okk­ur. Við mættum á hverjum ein­asta þriðju­degi í mörg ár, til­búnar að taka við kristi­legum boð­skap. Í ein­feldni barns­hug­ans voru Bibl­íu­sög­urnar sveip­aðar dýrð­ar­ljóma og tengdar við skap­andi verk­efni, vina­lega leið­bein­endur og lykt­ina af gólf­tepp­inu í Kirkju­hvoli.

En börn vaxa úr grasi og ung­lings­árin færa með sér upp­reisn og gagn­rýna hugs­un. Þá fyrst sett­ist ég niður og las Bibl­í­una. Ekki rit­skoð­aðar Bibl­íu­sögur fyrir börn, heldur Bibl­í­una, beint úr bóka­hillu for­eldra minna. Og það sem blasti við mér voru ekki krútt­legar sögur um vel­mein­andi Palest­ínu­mann sem gerði krafta­verk og sagði sniðuga hluti. Það sem tók við mér voru mót­sagnir á mót­sagnir ofan, afar frum­stæður texti sem var sífellt í and­stöðu við sjálfan sig. Kven­fyr­ir­litn­ing. Hómó­fóbía. Útlend­inga­andúð. Þjóð­ern­is­hreins­an­ir.

Á skömmum tíma gekk ég í gegnum mín eigin siða­skipt­i.

Hin kristna þjóð

Traust á Þjóð­kirkj­unni hefur dreg­ist tals­vert saman frá því mæl­ingar hófust. Á meðan 61% Íslend­inga bar mikið eða full­komið traust til stofn­un­ar­innar árið 1999, ber aðeins þriðj­ungur slíkt traust til Þjóð­kirkj­unnar í ár. Jafn­framt hefur stöð­ugur meiri­hluti verið hlynntur aðskiln­aði ríkis og kirkju um ára­bil og aðeins 19% bera traust til starfa bisk­ups­ins sjálfs.

Biskup fjall­aði um orsakir tak­mark­aðs traust á störfum hennar og stofn­un­ar­innar sem hún starfar fyrir í tíu­fréttum RÚV þann 28. októ­ber sl.: „Það hefur orðið sið­rof, held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlut­irnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eft­ir. Það nátt­úru­lega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis bibl­íu­sög­urnar eða í skól­anum þá verður fram­tíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til. Ef maður veit ekki að eitt­hvað er til þá skiptir það mann engu máli, -fyrr en kannski allt í einu að eitt­hvað kemur upp á.“

Biskup hefur áhyggjur af því sið­rofi sem skap­ast hefur í sam­fé­lag­inu, að hennar mati, við það að krist­in­fræði­kennslu hafi verið hætt. Þegar fréttir ber­ast af vax­andi van­trausti þjóð­ar­innar á Þjóð­kirkj­unni og störfum bisk­ups er varla litið í eigin barm, heldur býsnast yfir ver­ald­legri þróun mennta­kerf­is­ins og auk­inni notkun sam­fé­lags­miðla.

Sið­rof­ið

Ég verð að við­ur­kenna að notkun bisk­ups á orð­inu sið­rof fær á mig. Líkt og margir í kring um mig upp­lifi ég sið­rof frekar sem ein­kenn­is­orð fyrir 2007 hug­ar­far­ið, þar sem kap­ít­al­ism­inn yfir­tók sam­fé­lagið og heið­ar­leiki var sendur lönd og leið. Ég upp­lifi sið­rof sem lýsandi hug­tak fyrir vax­andi hatur vest­an­hafs, þar sem útlend­inga­andúð, kven­hatur og lygar tröll­ríða sam­fé­lag­inu. Ég tel sið­rof ekki vera lýsandi hug­tak fyrir sam­fé­lag sem vex hægt og rólega – jafn­vel aðeins of rólega að mínu mati – í átt að ver­ald­legu sam­fé­lagi þar sem jafn­ræði og trú­frelsi eru í hávegum höfð.

Ég hef ekki verið sú eina sem hef gúglað „sið­rof skil­grein­ing“ síð­ustu klukku­stund­irn­ar. Í það minnsta vissi leit­ar­vélin alveg að hverju ég leit­aði, um leið og ég var búin að slá inn nokkra stafi. Sam­kvæmt Vís­inda­vefnum er oft­ast talað um sið­rof „þegar sið­ferði­leg við­mið og almennt við­ur­kennd gildi í sam­fé­lagi víkja fyrir sið­leysi og upp­lausn eða sem getu­leysi til þess að upp­fylla sið­ferð­is­staðla sam­fé­lags­ins.“ Nú er mögu­legt að biskup telji að kristnin hafi einka­rétt á ákveðnum gildum og að það séu akkúrat þessi gildi og upp­runi þeirra sem móti hina einu réttu sið­ferð­is­staðla sam­fé­lags­ins, en þeim fer fækk­andi sem gera það. Ég hafna því að aukin ver­ald­ar­hyggja leiði af sér „sið­leysi og upp­lausn“. Þvert á móti held ég að gagn­rýnin hugs­un, aukin skoðun á sið­ferði­legum kröfum sem við gerum hvert til ann­ars og krafan um raun­veru­legt trú­frelsi séu und­ir­staða sið­ræns sam­fé­lags.

Kristni á krít­art­öfl­unni

Aðgengi barna að Bibl­íu­sög­unum veldur bisk­upi greini­lega áhyggj­um. Hún og sumt fylg­is­fólk kirkj­unnar agn­ú­ast út í krist­in­fræði­laust skóla­starf og oft sést í athuga­semda­kerfum orða­lag um að búið sé að banna krist­in­fræði í skólum lands­ins. Þetta er hins vegar ekki rétt. Alþingi sam­þykkti ný lög um grunn­skóla árið 2008, þar sem hug­takið „krist­in­fræði“ var tekið úr lögum og náms­efnið fellt undir sam­fé­lags­fræði­grein­ar. Kristni hefur þó síður en svo verið úthýst, hvorki úr lögum né aðal­námskrá. Í 2. grein laga um grunn­skóla kemur skýrt fram að starfs­hættir grunn­skóla skuli mót­ast af m.a. krist­inni arf­leifð íslenskrar menn­ing­ar. Í aðal­námskrá er svo tekið fram að nem­endur í sam­fé­lags­fræði eigi að geta „sýnt fram á læsi á frá­sagn­ir, hefð­ir, kenn­ing­ar, hátíð­ir, siði og tákn kristni og ann­arra helstu trú­ar­bragða heims“ og „greint áhrif Bibl­í­unnar og helgi­rita ann­arra helstu trú­ar­bragða á menn­ingu og sam­fé­lög.“

Kristni hefur því alls­endis ekki verið úthýst úr skóla­stof­un­um, heldur hefur staða hennar rétti­lega verið leið­rétt frá því að vera í for­rétt­inda­sæti sem eina rétta leið­in, grund­vallað á sann­leik og rétt­lætt með stöðu Þjóð­kirkj­unnar í stjórn­ar­skrá og sam­fé­lag­inu, í það að vera hluti af ver­ald­legri fræðslu þar sem afstaða er ekki tekin en nem­endur fræddir um kristni í sögu­legu sam­hengi og áhrif hennar á sam­fé­lagið eru skoðuð með akademísku sjón­ar­horni.

Ályktun bisk­ups um að orsakir meints sið­rofs virð­ist ekki á rökum reist, því sam­kvæmt Gallup er eng­inn mark­tækur munur á afstöðu þeirra sem ólust upp við fyrri grunn­skóla­lög og námskrá og eru því á aldr­inum 30-39 ára og svo þeim sem hafa fengið ver­ald­legri kennslu og eru undir 30 ára. Báðir hópar gefa Þjóð­kirkj­unni fall­ein­kunn þegar kemur að trausti. Hnign­andi traust stafar því varla af breyttum áherslum í sam­fé­lags­fræði. Mínar hug­myndir um orsakir þessa litla trausts eru svo efni í aðra og lengri grein.

Hvaðan koma hlut­irn­ir?

Biskup stað­hæfir svo að fólk átti sig ekki á því hvaðan hlut­irnir koma sem við viljum lifa og starfa eft­ir. Þarna slæst hún í hóp þeirra sem hrópa að kristin gildi séu óskoruð gildi sam­fé­lags­ins sem við búum í. En hver ákveður hvaða gildi séu kristin gildi? Er það túlkun full­trúa Þjóð­kirkj­unn­ar? Er það túlkun les­and­ans sem blaðar í frum­heim­ild­inni? Er það kenn­ar­inn sem kennir 3. bekk trú­ar­bragða­fræði? Sum gildi eru nokk­urn­veg­inn sammann­leg. Heið­ar­leiki, mann­virð­ing, mann­rétt­indi, ást og fyr­ir­gefn­ing, til­lits­semi og hjálp­semi. Þessi gildi end­ur­spegl­ast vissu­lega í Bibl­í­unni. En þau end­ur­spegl­ast líka í Kór­an­inum og Torah. Og enn­frem­ur, þau end­ur­spegl­ast í bók­unum um Harry Potter og Net­fl­ix-þætt­inum sem ég hámhorfði á í síð­ustu viku. Þau eru sammann­leg.

Það var einmitt ung­menni sem kunni Bibl­íu­sög­urnar sem átt­aði sig á því að gildin sem hinn forni leið­ar­vísir að líf­inu end­ur­spegl­aði voru alls ekki gildi sem ung­mennið tengdi við. Þrátt fyrir að kunna allar Bibl­íu­sög­urnar utan­bókar og gít­ar­hljómana við Upp­ris­inn er hann var það gagn­rýnin hugsun við Bibl­íu­lest­ur­inn sem stuðl­aði að því að litla stelpan, sem elskaði þriðju­daga því þá voru KFUK-fund­ir, elskar nú þriðju­daga því þá eru stjórn­ar­fundir í stærsta ver­ald­lega lífs­skoð­un­ar­fé­lagi lands­ins, sem hún stýr­ir.

Höf­undur er for­maður Sið­mennt­ar, félags sið­rænna húman­ista á Íslandi.

Til baka í yfirlit