Fara á efnissvæði
Til baka í yfirlit

Siðmennt auglýsir eftir leiðbeinendum í sístækkandi borgaralega fermingafræðslu!

Siðmennt auglýsir eftir leiðbeinendum í sístækkandi borgaralega fermingafræðslu!

Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur boðið upp á borgaralegar fermingar í rúm 30 ár. Borgaraleg ferming felur í sér að fermingarbörn sitji námskeið sem lýkur með hátíðlegri athöfn. Markmið námskeiðsins er að rækta með markvissum hætti þá þekkingu og færni sem styrkir ungmenni til að verða gagnrýnir og virkir þátttakendur í nútímasamfélagi. 

Kennslan hefst í janúar 2022 og hóparnir mæta ýmist um heilar helgar, sunnudagseftirmiðdegi eða á virkum dögum kl 16:30. Umsækjendur eru beðnir um að taka fram hvaða kennslufyrirkomulag myndi henta þeim best.

Í hverri kennslustund eru tveir leiðbeinendur: umsjónarleiðbeinandi og þemaleiðbeinandi. 

Umsjónarleiðbeinendur fylgja sama hópnum í gegnum allt námskeiðið á meðan þemaleiðbeinendur sérhæfa sig í kennslu á sérstöku þema og fara á milli hópa til að fjalla um sitt þema. Þemun eru fjögur: stofninn, sjálfið, samfélagið og samhengið. Nánari upplýsingar um þemun má finna hér: https://www.sidmennt.is/athafnir/borgaraleg-ferming/namskra-borgaralegrar-fermingar/

Hlutverk leiðbeinenda er að undirbúa og halda utan um kennslustundir, stjórna umræðum og virkja fermingarbörn til þátttöku.

Um verktakavinnu er að ræða.


Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, svo sem kennsluréttindi eða menntun í hugvísindum
  • Reynsla af starfi með unglingum er kostur, svo sem kennslu í efri bekkjum grunnskóla eða leiðbeinendastörf í æskulýðsstarfi
  • Reynsla af námsefnisgerð, lóðsun (e. facilitation), námskeiðahaldi eða kennslu kostur
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Þolinmæði, víðsýni og faglegt hlutleysi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Lífssýn sem samræmist almennt grundvallargildum húmanisma

 

Undirbúningsnámskeið verður haldið fyrir leiðbeinendur yfir helgi í nóvember. 

Umsóknarfrestur er 22. september og umsóknir með ferilskrá og kynningu berist á ferming@sidmennt.is. 

Nánari upplýsingar veitir Heiðrún Arna í síma 533-5550.

Til baka í yfirlit