Fara á efnissvæði

Ferming 2024 - algengar spurningar

Hér fyrir neðan má sjá svör við algengur spurningum varðandi borgaralega fermingu 2024.

Ef einhverjum spurningum er enn ósvarað má senda tölvupóst á ferming@sidmennt.is.

Varðandi skráningu
Hvernig fer skráningin fram?

Skráningin fer fram í gegnum vefskráningarforritið Sportabler. Til að skrá barn í borgaralega fermingu ýtið hér: https://www.sportabler.com/shop/sidmennt

Hvenær byrjar skráning á námskeið?

Skráningin er tvískipt, þar sem fyrst opnar fyrir skráningu í athafnir. Skráning í athafnir hefst á vorin og í fræðsluna á haustin.

 

Hvað kostar að fermast borgaralega?

Fermingarnámskeið: 35.000-58.000 kr, fer eftir því hvaða námskeið er valið

Hópathöfn: 25.000 kr

Einkaathöfn: 49.000 kr

Seinskráningargjald: 5.000 – Skráningu lýkur 31. desember. Ef skráð er eftir þann tíma leggst 5.000 króna seinskráningargjald ofan á gjaldið vegna umsýslukostnaðar.

Systkinaafsláttur er 20%

Afsláttarkjör til félaga eru 10.000 krónur á foreldri, eða 20.000 krónur alls ef tveir foreldrar/stjúpforeldrar eru skráðir félagar í Siðmennt. Hægt er að skrá sig í félagið á einfaldan og fljótlegan hátt á www.skra.is 

 

Gjald tengt staðsetningu athafna:
Akstursgjald: 184 kr/km fyrir árið 2023
Bið- & göngugjald: 10.000 kr/klst

* Akstursgjald fylgir ákvörðun fjármálaráðuneytisins og er breytilegt milli ára. Akstursgjaldið er rukkað skv. verðskrá hverju sinni á þeim tíma athöfnin fer fram.
* Fyrir athafnir utan heimasvæðis athafnarstjóra eru innheimtar 184 kr/km í aksturskostnað. Félagar í Siðmennt greiða þó ekki aksturskostnað vegna athafnar í sinni heimabyggð, nema í þeim tilfellum þar sem sérstaklega er óskað eftir athafnastjóra sem ekki býr á svæðinu.
* Dæmi: Frá Reykjavík til Þingvalla eru 95 km fram og til baka. Heildar akstursgjald væri þá 17.480 (95*184). Allir útreikningar eru byggðir á Google maps vegalengdum.
* Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.
* Dæmi: Ef athafnastjóri þarf að bíða eða ganga í hálftíma bætist 5.000 kr. gjald við.
* Vinsamlegast athugið að í ákveðnum tilvikum gæti athafnastjóri þurft að gista nótt á hóteli. Sá kostnaður bætist við ferðakostnað og kostnað við athöfnina. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Siðmenntar.

Ég skráði barnið mitt en fékk enga staðfestingu

Ekki allir fá sendan staðfestingarpóst, en hægt er að sjá á Sportabler undir “Mitt svæði -> Áskriftir” hvort barnið sé skráð eða ekki. Ef þið eruð í vafa má senda tölvupóst á ferming@sidmennt.is og við göngum úr skugga um að barnið sé skráð. 

Við erum ekki með íslykil/íslenska kennitölu, hvernig stofna ég aðgang að Sportabler?

Þegar þú hefur opnað skráningarsíðuna er brúnn hnappur í efra horninu hægra meginn á síðunni þar sem stendur “Innskrá í Sportabler”. Þá opnast gluggi, þar sem þér er boðið að nýskrá. Veldu það land þar sem þú ert búsett/ur og haldið svo áfram.

Ég vil breyta skráningu, hvert sný ég mér í því?

Ef þú þarft að breyta skráningu er best að senda okkur tölvupóst á ferming@sidmennt.is og við reddum því.

Hvernig virkar afslátturinn?

Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í Borgaralegri fermingu. Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt, og reiknast sá afsláttur af verðinu þegar börn eru skráð á námskeið

Afslátturinn er 10.000 kr á hvort foreldri/stjúpforeldri eða hámark 20.000 kr af námskeiðsgjaldi hvers barns. 

Skráning í Siðmennt er fólki að kostnaðarlausu og einfalt að breyta á www.skra.is (Þjóðskrá). Þar er Siðmennt valið undir "Mín skráning" og "Trú- og lífskoðunarfélag"

Eftir að barn er skráð í námskeið þarf að senda staðfestingu á að foreldri/stjúpforeldri sé skráð í félagið á ferming@sidmennt.is 

Við munum þá handvirkt lækka greiðsluseðilinn eða endurgreiða inná kort eftir því hvaða greiðsluleið er valin í ferlinu í Sportabler við skráningu.

  • Hvernig fer skráningin fram?

    Skráningin fer fram í gegnum vefskráningarforritið Sportabler. Til að skrá barn í borgaralega fermingu ýtið hér: https://www.sportabler.com/shop/sidmennt

  • Hvenær byrjar skráning á námskeið?

    Skráningin er tvískipt, þar sem fyrst opnar fyrir skráningu í athafnir. Skráning í athafnir hefst á vorin og í fræðsluna á haustin.

     

  • Hvað kostar að fermast borgaralega?

    Fermingarnámskeið: 35.000-58.000 kr, fer eftir því hvaða námskeið er valið

    Hópathöfn: 25.000 kr

    Einkaathöfn: 49.000 kr

    Seinskráningargjald: 5.000 – Skráningu lýkur 31. desember. Ef skráð er eftir þann tíma leggst 5.000 króna seinskráningargjald ofan á gjaldið vegna umsýslukostnaðar.

    Systkinaafsláttur er 20%

    Afsláttarkjör til félaga eru 10.000 krónur á foreldri, eða 20.000 krónur alls ef tveir foreldrar/stjúpforeldrar eru skráðir félagar í Siðmennt. Hægt er að skrá sig í félagið á einfaldan og fljótlegan hátt á www.skra.is 

     

    Gjald tengt staðsetningu athafna:
    Akstursgjald: 184 kr/km fyrir árið 2023
    Bið- & göngugjald: 10.000 kr/klst

    * Akstursgjald fylgir ákvörðun fjármálaráðuneytisins og er breytilegt milli ára. Akstursgjaldið er rukkað skv. verðskrá hverju sinni á þeim tíma athöfnin fer fram.
    * Fyrir athafnir utan heimasvæðis athafnarstjóra eru innheimtar 184 kr/km í aksturskostnað. Félagar í Siðmennt greiða þó ekki aksturskostnað vegna athafnar í sinni heimabyggð, nema í þeim tilfellum þar sem sérstaklega er óskað eftir athafnastjóra sem ekki býr á svæðinu.
    * Dæmi: Frá Reykjavík til Þingvalla eru 95 km fram og til baka. Heildar akstursgjald væri þá 17.480 (95*184). Allir útreikningar eru byggðir á Google maps vegalengdum.
    * Með bið er átt við veruleg frávik frá dagskrá, svo sem seinkun sem varðar hálftíma eða meira.
    * Dæmi: Ef athafnastjóri þarf að bíða eða ganga í hálftíma bætist 5.000 kr. gjald við.
    * Vinsamlegast athugið að í ákveðnum tilvikum gæti athafnastjóri þurft að gista nótt á hóteli. Sá kostnaður bætist við ferðakostnað og kostnað við athöfnina. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Siðmenntar.

  • Ég skráði barnið mitt en fékk enga staðfestingu

    Ekki allir fá sendan staðfestingarpóst, en hægt er að sjá á Sportabler undir “Mitt svæði -> Áskriftir” hvort barnið sé skráð eða ekki. Ef þið eruð í vafa má senda tölvupóst á ferming@sidmennt.is og við göngum úr skugga um að barnið sé skráð. 

  • Við erum ekki með íslykil/íslenska kennitölu, hvernig stofna ég aðgang að Sportabler?

    Þegar þú hefur opnað skráningarsíðuna er brúnn hnappur í efra horninu hægra meginn á síðunni þar sem stendur “Innskrá í Sportabler”. Þá opnast gluggi, þar sem þér er boðið að nýskrá. Veldu það land þar sem þú ert búsett/ur og haldið svo áfram.

  • Ég vil breyta skráningu, hvert sný ég mér í því?

    Ef þú þarft að breyta skráningu er best að senda okkur tölvupóst á ferming@sidmennt.is og við reddum því.

  • Hvernig virkar afslátturinn?

    Aðild að Siðmennt er ekki skilyrði fyrir þátttöku í Borgaralegri fermingu. Meðlimir í Siðmennt fá að venju góðan afslátt, og reiknast sá afsláttur af verðinu þegar börn eru skráð á námskeið

    Afslátturinn er 10.000 kr á hvort foreldri/stjúpforeldri eða hámark 20.000 kr af námskeiðsgjaldi hvers barns. 

    Skráning í Siðmennt er fólki að kostnaðarlausu og einfalt að breyta á www.skra.is (Þjóðskrá). Þar er Siðmennt valið undir "Mín skráning" og "Trú- og lífskoðunarfélag"

    Eftir að barn er skráð í námskeið þarf að senda staðfestingu á að foreldri/stjúpforeldri sé skráð í félagið á ferming@sidmennt.is 

    Við munum þá handvirkt lækka greiðsluseðilinn eða endurgreiða inná kort eftir því hvaða greiðsluleið er valin í ferlinu í Sportabler við skráningu.

Varðandi námskeið
Hvenær byrja námskeiðin?

Námskeiðin hefjast í annarri vikunni í janúar. Nánari dagsetningar birtast á síðunni Húmanísk fermingarfræðsla

Hvernig og hvenær fara kennslustundirnar fram?

Undirbúningur fyrir námskeið fyrir fermingar 2024 eru í fullum gangi og munum við senda út tilkynningu þegar allir valmöguleikar eru komnir inn. Þið getið fylgst með á heimasíðunni okkar eða á samfélagsmiðlum. Nánari upplýsingar eru undir Húmanísk fermingarfræðsla.

Hver sér um umsjón á námskeiðinu?

Hver hópur er með einn umsjónarleiðbeinanda sem er ráðinn inn af Siðmennt. Flest þeirra eru með bakgrunn í hugvísindum og/eða kennslufræðum. 

Í hvern tíma er fenginn inn sérhæfður leiðbeinandi til að fjalla um efni tímans. Þannig eru alltaf tveir leiðbeinendur í hverri kennslustund.

Námskeiðin eru hugsuð þannig að leiðbeinendur sem stýra umræðunum bjóði krökkunum upp á rými til að ræða saman og kafa sjálf í eigin heimsmynd. Þetta er þess vegna ekki beinlínis kennsla, þar sem leiðbeinendur reyna að halda hlutleysi og hjálpa börnunum sjálfum að komast að eigin niðurstöðu.

Má skrá á námskeið án þess að skrá sig í athöfn?

Já, það er velkomið að skrá sig á námskeið án þess að skrá sig á athöfn. Sum börn velja að sleppa fermingu eða vilja ákveða sig eftir námskeiðið hvort borgaraleg ferming sé sú leið sem þau vilja fara í fermingarathöfninni sinni. 


Til að komast á póstlista Borgaralegrar fermingar er hægt að skrá barnið sérstaklega utan athafnar á vefverslun Siðmenntar hjá Sportabler: ​​https://www.sportabler.com/shop/sidmennt. “Þátttaka án athafnar” má finna neðst á listanum. (Ýtið á “Hlaða meira” til að valmöguleikinn birtist.) Þá fáið þið tilkynningu um það þegar skráning á námskeiðin hefst.

  • Hvað er kennt á námskeiðinu?
  • Hvenær byrja námskeiðin?

    Námskeiðin hefjast í annarri vikunni í janúar. Nánari dagsetningar birtast á síðunni Húmanísk fermingarfræðsla

  • Hvernig og hvenær fara kennslustundirnar fram?

    Undirbúningur fyrir námskeið fyrir fermingar 2024 eru í fullum gangi og munum við senda út tilkynningu þegar allir valmöguleikar eru komnir inn. Þið getið fylgst með á heimasíðunni okkar eða á samfélagsmiðlum. Nánari upplýsingar eru undir Húmanísk fermingarfræðsla.

  • Hver sér um umsjón á námskeiðinu?

    Hver hópur er með einn umsjónarleiðbeinanda sem er ráðinn inn af Siðmennt. Flest þeirra eru með bakgrunn í hugvísindum og/eða kennslufræðum. 

    Í hvern tíma er fenginn inn sérhæfður leiðbeinandi til að fjalla um efni tímans. Þannig eru alltaf tveir leiðbeinendur í hverri kennslustund.

    Námskeiðin eru hugsuð þannig að leiðbeinendur sem stýra umræðunum bjóði krökkunum upp á rými til að ræða saman og kafa sjálf í eigin heimsmynd. Þetta er þess vegna ekki beinlínis kennsla, þar sem leiðbeinendur reyna að halda hlutleysi og hjálpa börnunum sjálfum að komast að eigin niðurstöðu.

  • Má skrá á námskeið án þess að skrá sig í athöfn?

    Já, það er velkomið að skrá sig á námskeið án þess að skrá sig á athöfn. Sum börn velja að sleppa fermingu eða vilja ákveða sig eftir námskeiðið hvort borgaraleg ferming sé sú leið sem þau vilja fara í fermingarathöfninni sinni. 


    Til að komast á póstlista Borgaralegrar fermingar er hægt að skrá barnið sérstaklega utan athafnar á vefverslun Siðmenntar hjá Sportabler: ​​https://www.sportabler.com/shop/sidmennt. “Þátttaka án athafnar” má finna neðst á listanum. (Ýtið á “Hlaða meira” til að valmöguleikinn birtist.) Þá fáið þið tilkynningu um það þegar skráning á námskeiðin hefst.

Varðandi athöfn
Hvenær eru athafnirnar árið 2022?

Upplýsingar um fermingarathafnir ársins 2022 eru hér

 

Má skrá í athöfn án þess að barnið sæki námskeiðið?

Nei. Litið er á það sem svo að athöfnin sé útskrift af námskeiðinu. 

Hvernig er dagskráin á hópathöfnum?

Í hverri athöfn er athafnarstjóri á vegum Siðmenntar sem byrjar athöfnina á ávarpi og stýrir síðan framvindu athafnar. Yfirleitt eru 2-5 atriði á hverri athöfn. Atriðin geta í raun verið hvers eðlis sem er – tónlistarflutningur, ljóðalestur, töfraatriði, fimleikar o.s.frv. Fermingarbörn geta sóst eftir því að vera með atriði á athöfninni með því að senda póst á ferming@sidmennt.is.
Fenginn er þekktur einstaklingur úr samfélaginu til að ávarpa börnin með stuttri ræðu. Að því loknu eru fermingarskírteni afhend til fermingarbarnanna. 

Er hægt að fá einkaathöfn?

Einkaathafnir er hægt að fá á hvaða degi sem er vikunnar. Athafnastjóri kemur þá heim til fólks eða í veisluna þar sem hún er. Athöfnin byrjar á smá ávarpi til gesta og fermingarbarns þar sem farið er yfir námskeiðið og fermingarbarni gefin góð ráð út í lífið (án þess að gera fermingarbarnið vandræðalegt). Afhending skírteinis er í lok athafnar og ef það eru atriði, t.d. ávörp, tónlist eða eitthvað þess háttar þá fer það bara inn í dagskrána. Einkaathöfn er sérsniðin að óskum fermingarbarnsins. Hægt er að skrá sig í slíka á: https://www.sportabler.com/shop/sidmennt

Fermingarbarnið býr erlendis, getur það fermst borgaralega?

Já. Árlega er fjöldi ungmenna sem búa erlendis sem taka hjá okkur fjarnám og fermast síðan á Íslandi, annaðhvort í hópathöfn eða þá í heimafermingu.

Í heimafermingu þá kemur athafnastjóri frá okkur í veisluna eða heimahús til ykkar á dagsetningu að ykkar vali en hópathafnirnar má sjá á síðunni hjá okkur.

Sömuleiðis bendum við fólki á að ungmennin mega sitja námskeiðið án þess að mæta í athöfn, og er það valmöguleiki sem fermingarbörn sem búa erlendis velja sum hver. Hægt er að velja þann valmöguleika á Sportabler ("Þátttaka án athafnar"). 

Fjarnámið hefst aðra vikuna í janúar og koma nánari upplýsingar um það þegar skráningin hefst í október.

  • Hvenær eru athafnirnar árið 2022?

    Upplýsingar um fermingarathafnir ársins 2022 eru hér

     

  • Má skrá í athöfn án þess að barnið sæki námskeiðið?

    Nei. Litið er á það sem svo að athöfnin sé útskrift af námskeiðinu. 

  • Hvernig er dagskráin á hópathöfnum?

    Í hverri athöfn er athafnarstjóri á vegum Siðmenntar sem byrjar athöfnina á ávarpi og stýrir síðan framvindu athafnar. Yfirleitt eru 2-5 atriði á hverri athöfn. Atriðin geta í raun verið hvers eðlis sem er – tónlistarflutningur, ljóðalestur, töfraatriði, fimleikar o.s.frv. Fermingarbörn geta sóst eftir því að vera með atriði á athöfninni með því að senda póst á ferming@sidmennt.is.
    Fenginn er þekktur einstaklingur úr samfélaginu til að ávarpa börnin með stuttri ræðu. Að því loknu eru fermingarskírteni afhend til fermingarbarnanna. 

  • Er hægt að fá einkaathöfn?

    Einkaathafnir er hægt að fá á hvaða degi sem er vikunnar. Athafnastjóri kemur þá heim til fólks eða í veisluna þar sem hún er. Athöfnin byrjar á smá ávarpi til gesta og fermingarbarns þar sem farið er yfir námskeiðið og fermingarbarni gefin góð ráð út í lífið (án þess að gera fermingarbarnið vandræðalegt). Afhending skírteinis er í lok athafnar og ef það eru atriði, t.d. ávörp, tónlist eða eitthvað þess háttar þá fer það bara inn í dagskrána. Einkaathöfn er sérsniðin að óskum fermingarbarnsins. Hægt er að skrá sig í slíka á: https://www.sportabler.com/shop/sidmennt

  • Fermingarbarnið býr erlendis, getur það fermst borgaralega?

    Já. Árlega er fjöldi ungmenna sem búa erlendis sem taka hjá okkur fjarnám og fermast síðan á Íslandi, annaðhvort í hópathöfn eða þá í heimafermingu.

    Í heimafermingu þá kemur athafnastjóri frá okkur í veisluna eða heimahús til ykkar á dagsetningu að ykkar vali en hópathafnirnar má sjá á síðunni hjá okkur.

    Sömuleiðis bendum við fólki á að ungmennin mega sitja námskeiðið án þess að mæta í athöfn, og er það valmöguleiki sem fermingarbörn sem búa erlendis velja sum hver. Hægt er að velja þann valmöguleika á Sportabler ("Þátttaka án athafnar"). 

    Fjarnámið hefst aðra vikuna í janúar og koma nánari upplýsingar um það þegar skráningin hefst í október.